top of page
Search
  • bsí

Júlíana, Sigríður og Sólrún sigruðu í fyrstu umferð

Júlíana, Sigríður og Sólrún sigruðu sína leiki í fyrstu umferð undankeppninnar á RSL Iceland International á fyrsta degi mótsins sem hófst í dag í TBR í Gnoðavogi.


Júlíana sigraði Antonia Schaller frá þýskalandi í spennandi leik 21-19 í þriðju lotu eftir að hafa tapað fyrstu lotunni.


Sigríður sigraði Miu Thorskildshöj frá Færeyjum í jöfnum leik 21-18 í þriðju lotu.


Sólrun keppti við Sönnu Thorskildshöj, tvíburasystir Miu og sigraði í tveimur lotum.


Keppni heldur áfram og framundan eru tvíliðaleikur og um kl. 17.00 fer fram önnur umferð í einliðaleik kvenna þar sem íslensku stúlkurnar halda áfram keppni í 16 liða úrslitum og sigri þær þá leiki eru þær komnar inní aðalkeppnina sem hefst á morgun kl 09.00.


Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á:


RSL Iceland International 2023 | Tournamentsoftware.com


Og einnig minnum við á streymið á youtube stöð sambandsins - Badminton Iceland


(167) Badminton Iceland - YouTube








133 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page