Search
  • bsí

Karla- og kvennalandsliðið hafa lokið keppni á Evrópumeistaramóti karla- og kvennalandsliða
Íslensk stelpurnar mættu í dag Belgíu í loka leik síns riðils. Sigríður Árnadóttir lék fyrsta einliðaleik gegn Lianne Tan en hún er í 44.sæti heimslistans í einliðaleik. Var á brattann að sækja í þessum leik hjá Sigríði en Lianne vann leikinn 21-6 og 21-10. Sólrún Anna Ingvarsdóttir spilaði annan einliðaleik gegn Clöra Lassaux. Fyrri lotan var mjög jöfn framan af en í stöðunni 14-13 fyrir Clöru náði hún góðum kafla og vann lotuna 21-15. Clara náði góðu forskoti í byrjun seinni lotunnar og jók smátt og smátt við það og vann seinni lotuna 21-11. Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði þriðja einliðaleikinn gegn Lien Lammertyn og var leikurinn keimlíkur leiknum hjá Sólrúnu. Fyrri lotan var mjög jöfn en endaði með sigri Lien 21-17. Lien var svo seinni lotuna nokkuðu örugglega 21-6. Sigríður Árnadóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir spiluðu fyrsta tvíliðaleik gegn Lisu Jaques og Floru Vandenhoucke. Var leikurinn hnífjafn en í stöðunni 15-13 fyrir þær belgísku unnu þær næstu 6 stigu og unnu því fyrstu lotuna 21-13. Í þeirri seinni var staðan 11-10 í leikhlé en eftir leikhlé náðu Sigríður og Sólrún sér ekki á strik og töpuðu lotunni 21-10. Arna Karen Jóhannsdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir spiluðu seinni tvíliðaleikinn gegn Joke De Langhe og Lien Lammertyn. Var leikurinn mjög jafn og spennandi. Arna og Sólrún unnu fyrstu lotuna 21-17 en þær belgísku unnu seinni lotuna 13-21. Í oddalotunni voru íslensku stelpurnar sterkari og unnu 21-18. Fór því viðureignin 4-1 fyrir Belgíu og hefur íslenska kvennalandsliðið því lokið keppni. Rússland vann alla sína leiki í riðlinum og er því komið áfram.
Strákarnir mættu í dag mjög sterku liði Þýskalands í lokaleik síns riðils.

Kári Gunnarsson mætti Kai Schaeffer í fyrsta einliðaleik en Kai er í 75.sæti heimslistans í einliðaleik en Kári í 129.sæti. Kári vann fyrstu lotuna 21-18 en tapaði þeirri seinni 19-21 eftir að hafa verið yfir meiri hluta seinni lotunnar. Undir lok lotunnar tók þjóðverjinn upp á því að eyða miklum tíma í rökræður við tómarann og náði eftir það að koma sér aftur inn í spilið og vinna lotuna að lokum. Í oddalotunni var Kai svo með yfirburði og vann 8-21. Daníel Jóhannesson spilaði annan einliðaleik gegn Max Weisskirchen og var á brattann að sækja fyrir Daníel í leiknum. Max vann leikinn 21-11 og 21-7. Davíð Bjarni Björnsson spilaði síðan þriðja einliðaleikinn á móti Samuel Hsiao og endaði sá leikur líkt og leikurinn hjá Daníel 21-11 og 21-7 fyrir Samuel. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu fyrsta tvíliðaleikinn gegn Jones Ralfy Jansen og Mark Lamsfuss. Fyrri lotan var jöfn en fór svo að þjóðverjarnir unnu 21-16. Í þeirri seinni náðu Davíð Bjarni og Kristófer sér ekki á strik og töpuðu 21-8. Daníel Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu Bjarne Geiss og Jan Colin Völker í seinni tvíliðaleiknum og endaði leikurinn með sigri Bjarne og Jan 21-11 og 21-11. Unnu því Þýskaland leikinn 5-0 og þar með riðilinn. Íslensku strákarnir enduðu í þriðja sæti síns riðils. Nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.

90 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e