top of page
Search
  • annamargret5

Keppnisdagur tvö í Banská Bystrica - tveir sigrar í hús


Máni Berg og Lilja stóðu sig vel í dag. Tveir sigrar í hús, og litlu mátti muna að þau hefðu náð að vinna sig uppúr riðlunum og inn í úrslitakeppnina.


Lilja hóf leik kl. 9:40 að staðartíma á móti Fjojona Janko frá Albaníu, hún sigraði mjög örugglega 21/1 og 21/4. Seinni leikurinn var á móti Anna Kovalenko frá Úkraínu og var mjög jafn en Lilja tapaði 16/21 og 11/21.




Máni Berg hóf leik kl. 13:15 á móti Manvel Harutyunyan frá Armeníu. Leikurinn var mjög jafn en tapaði Máni fyrstu lotunni 18/21, hann sigraði aðra lotuna 21/13 en tapaði þriðju lotunni 16/21. Seinni leikurinn var við Baton Haxhiu frá Kósóvu og sigraði Máni þann leik örugglega 21/3 og 21/7.




Lilja og Brynja Kolbrún þjálfari


Brynja segir að það sé rosalega gaman þarna úti og krakkarnir eru að kynnast öðrum krökkum úr hinum íþróttunum sem er frábært. Aðstaðan sé ágæt og stutt í allt. Keppnishöllin góð og keppt sé á þremur völlum með mottum. Það er frídagur hjá okkar fólki á morgun og verður hann nýttur í að æfa sig saman í tvenndarleik.

Lilja og Máni Berg eiga tvenndarleik á fimmtudaginn kl. 14:45 á móti Salomon Thomasen og Maria Hojlund frá Danmörku. Það má eiga von á hörkuleik.




131 views0 comments

Comments


bottom of page