Meistaramót Íslands 2020 hefst í dag 11.september en mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Til leiks eru skráðir 104 keppendur frá sjö félögum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur koma úr TBR eða 49 en næst fjölmennastir eru BH ingar sem eru 35 talsins. Aðrir keppendur koma frá UMFA, Hamri , ÍA, KA og Samherja.
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi :
Föstudagur kl. 17:00 - 21:00 - 32 og 16 liða úrslit
Laugardagur kl. 10:00 - 14:00 - 8 liða úrslit kl. 14:00 - 18:00 - Undanúrslit
Sunnudagur kl. 10:00 - 12:30 - Úrslitalleikir í A- , B- , Æðsta- og Heiðursflokki kl. 13:45 - 18:00 - Úrslitaleikir í Meistaraflokki.
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér : https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=4FCC1B65-E4E8-420F-AD1E-627D284C0111
Bein útsending verður frá öllum völlum á meðan mótinu stendur á youtube rás Badmintonsambands Íslands og má finna linkinn hér :
Hvetjum við alla þá sem vilja freka halda sig heima við að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu hér.
Vakin er athygli á þeim reglum sem nú gilda varðandi keppni í badminton og má finna þessar upplýsingar hér : https://www.badminton.is/covid-19
Þá hefur mótsstjórn mótsins einnig gefið út sér reglur sem gilda á þessu móti en þær má lesa hér að neðan :
Comments