Einliðaleiksmót TBR í badminton verður haldið í TBR-húsum föstudaginn 8. september n.k. Keppt verður í einliðaleik í Úrvalsdeild karla og kvenna.
Mest 16 konur og 16 karlar fá að keppa. Einungis þeir sem hafa heimild til að keppa í Úrvalsdeild geta keppt. Fyrrum Íslandsmeistarar án stiga hafa forgang umfram þá sem eru skráðir í 1. deild, en annars er farið eftir styrkleikalista BSÍ.
Þátttökugjöld eru kr. 4000
Keppni hefst kl. 17.30.
Beinn útsláttur.
TBRM
Comentários