top of page
Search
  • laufey2

Minnum á Meistaramót UMFA um næstu helgi, 24-25 sept.´22.

Updated: Sep 21, 2022

Helgina 24 - 25 september nk. verður Meistaramót UMFA haldið í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Keppt verður í úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild í öllum greinum. Keppt verður í riðlum í tvíliða- og tvenndarleik en útsláttur verður í einliðaleik.


Skráningafrestur hefur verið lengdur til kl. 17:00 í dag, þriðjudaginn 20 sept.´22


Mótið getur stig a styrkleikalista og er hluti af fullorðinsmótaröð BSÍ.


Mótanefnd UMFA áskilur sér rétt á að spila eina umferð í völdum greinum föstudagskvöldið 23 sept., ef þátttaka og uppröðun kallar á slíkt.


Stefnt er að því mótafyrirkomulagi að hver grein verði spiluð út á einum degi en raðað verður niður á daga eftir skráningu.


126 views0 comments

Comments


bottom of page