Search
  • bsí

Reykjavík International Games 2020 hefst á morgun (Unglingameistaramót TBR)
Reykjavík International Games 2020 - Unglingameistaramót TBR fer fram um helgina í TBR, Gnoðarvogi 1. Mótið hefst á morgun kl 09:00. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

159 leikmenn eru skráðir í mótið að þessu sinni. Líkt og síðustu ár kemur fjöldinn allur af færeyskum spilurum en eru þeir um 60 talsins í ár. Auk þeirra eru foreldrar og þjálfarar og er því heildarfjöldinn um 120 manns sem koma til Íslands vegna þessa móts.

Má búast við mjög skemmtilegri keppni í öllum aldursflokkum.

Með því að smella hér má finna niðurröðun mótsins auk tímasetningu einstakra leikja


24 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e