top of page
Search
  • laufey2

RSL ICELAND INTERNATIONAL 2023, 26 - 29 JANÚAR Í TBR

RSL Iceland International 2023, alþjóðlega mótið okkar, fer fram 26 - 29 janúar 2023 í TBR húsunum í Reykjavík.


"Qualifying" (undankeppni) fer fram fimmtudaginn 26 janúar og svo hefst "Main draw" (aðalkeppnin) föstudaginn 27 janúar. Undanúrslit og úrslit eru á sunnudeginum 29 janúar.

Áætlað er að keppni hefjist kl. 9 bæði fimmtudag og föstudag en aðrar tímasetningar verða auglýstar síðar.


Mikil þátttaka er í mótinu, 288 keppendur eru skráðir í mótið frá 40 löndum. Alls eru 37 íslendingar skráðir í mótið.


Hvetjum við sem flesta til þess að koma í keppnishöllina hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur til þess að fylgjast með frábæru badmintoni og hvetja okkar fólk áfram.


Mótið er hluti af Reykjavík International Games


Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Badmintonsambands Íslands og facebook síðu mótsins.


184 views0 comments

コメント


bottom of page