top of page
Search
  • annamargret5

Samningur í höfn og strákarnir á leið á EM 2024


Badmintonsamband Ísland skrifaði í gær undir samning við landsliðsmennina Davíð Bjarna Björnsson og Kristófer Darra Finnsson. Markmið með þessum samningi er að styrkja þá vegna þátttöku í keppni á alþjóðlegum vettvangi.


Kristján Daníelsson formaður BSÍ, Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson.


Strákarnir hafa tekið miklum framförum síðastliðið ár.

Þeir eru í 150. sæti á heimslista Badminton World Federation (BWF) og í 36. sæti á Evrópulistanum.


Strákarnir ætla sér stóra hluti á árinu og stefna á að keppa á 14 alþjóðlegum mótum á árinu, en þeir hafa þegar lokið keppni á þremur alþjóðlegum mótum.Davíð Bjarni og Kristófer hafa tryggt sér keppnisrétt í tvíliðaleik karla á Evrópumeistaramóti einstaklinga, sem haldið verður í Saarbrücken, Þýskalandi þann 8. - 14. apríl n.k.


Það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu vikum og mánuðum og óskum við þeim góðs gengis í undirbúningi sínum fyrir EM.


547 views0 comments

Comments


bottom of page