top of page
Search
  • annamargret5

Sumarskóla Badminton Europe og BWF2 þjálfaranámskeiðið í Lahti lauk í dag

Íslenski hópurinn flug út til Finnlands snemma að morgni 4. júlí og hefur síðan þá verið við stífar æfingar í Pajulahti Olympic and Paralympic æfingamiðstöðinni í Lahti.


Þrír leikmenn í U15 komust að í skólanum að þessu sinni og voru þau Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Máni Berg Ellertsson valin til þátttöku í þessu spennandi verkefni.


Tveir þjálfarar sóttu um að komast á BWF2 þjálfaranámskeiðið og komust þeir báðir að, það voru þeir Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari og Kjartan Valur Ágústsson yfirþjálfari Badmintonfélags Hafnafjarðar.


Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir einbeitt á æfingu



Bókleg kennsla fyrir leikmenn



Helgi og Kjartan stóðu sig með með stakri prýði og náðu báðir að uppfylla kröfur BWF2 þjálfaranámskeiðisins og standast matið, en það voru einungis um helmingur þjálfaranna sem tókst það!



Wojciech Szkudlarczyk fyrrum topp spilari í tvíliðaleik og núverandi þjálfari í Póllandi ásamt Alan McIlvain fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, Ungverjalands og Skotlands

fara hér yfir taktík með leikmönnum


Þrátt fyrir þétta badmintondagskrá var líka tími til að gera eitthvað annað skemmtilegt eins og klifur og fá sér sundsprett í vatninu.



Hópurinn lendir í Keflavík í fyrramálið og verður gaman að fá að heyra nánar frá hópnum hvað stóð uppúr ferðinni og hvernig þeim líkaði sumarskólinn.

136 views0 comments

Comments


bottom of page