Íslenski hópurinn flug út til Finnlands snemma að morgni 4. júlí og hefur síðan þá verið við stífar æfingar í Pajulahti Olympic and Paralympic æfingamiðstöðinni í Lahti.
Þrír leikmenn í U15 komust að í skólanum að þessu sinni og voru þau Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Máni Berg Ellertsson valin til þátttöku í þessu spennandi verkefni.
Tveir þjálfarar sóttu um að komast á BWF2 þjálfaranámskeiðið og komust þeir báðir að, það voru þeir Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari og Kjartan Valur Ágústsson yfirþjálfari Badmintonfélags Hafnafjarðar.
![](https://static.wixstatic.com/media/588083_14b058f760b841f9aa337fe12820715b~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_738,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_14b058f760b841f9aa337fe12820715b~mv2.jpg)
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir einbeitt á æfingu
![](https://static.wixstatic.com/media/588083_e3e95eedc7aa4b8eb15d89861bcfc3f1~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_735,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_e3e95eedc7aa4b8eb15d89861bcfc3f1~mv2.jpg)
Bókleg kennsla fyrir leikmenn
![](https://static.wixstatic.com/media/588083_16c25b0f49e44621ba2f31d7e70ad5cc~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_753,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_16c25b0f49e44621ba2f31d7e70ad5cc~mv2.jpg)
Helgi og Kjartan stóðu sig með með stakri prýði og náðu báðir að uppfylla kröfur BWF2 þjálfaranámskeiðisins og standast matið, en það voru einungis um helmingur þjálfaranna sem tókst það!
![](https://static.wixstatic.com/media/588083_865c1861f68a44bf89897861669c9e58~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_738,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_865c1861f68a44bf89897861669c9e58~mv2.jpg)
Wojciech Szkudlarczyk fyrrum topp spilari í tvíliðaleik og núverandi þjálfari í Póllandi ásamt Alan McIlvain fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, Ungverjalands og Skotlands
fara hér yfir taktík með leikmönnum
![](https://static.wixstatic.com/media/588083_071652ae1f3f4778b8585aaddcbd9ea9~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_738,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/588083_071652ae1f3f4778b8585aaddcbd9ea9~mv2.jpg)
Þrátt fyrir þétta badmintondagskrá var líka tími til að gera eitthvað annað skemmtilegt eins og klifur og fá sér sundsprett í vatninu.
Hópurinn lendir í Keflavík í fyrramálið og verður gaman að fá að heyra nánar frá hópnum hvað stóð uppúr ferðinni og hvernig þeim líkaði sumarskólinn.
Comments