Deildakeppni Íslands 2023 - 2024
DEILDAKEPPNI BSÍ 2023 - 2024
Uppfært mótsboð og reglur voru send á aðildarfélög 30. október 2023.
Skráningafrestur var framlengdur til 3. nóvember 2023, á netfangið deildakeppni@badminton.is
Stefnt er að því að vera með ákveðna deildakeppnisdaga, þar sem umferð er leikin í öllum riðlum og deildum. Þegar skráning liggur fyrir mun BSÍ vera í samráði við félögin um hverjir geti tekið að sér að halda deildakeppnisdag. Stefnt er að fyrsta keppnisdeginum 1 - 3 desember 2023 (einn af þessum dögum).
Hér á heimasíðunni, undir mótaskrár, í mótaskrá út 2023 og mótaskrá 2024 má sjá mögulega Deildakeppnisdaga (fjólublátt).
Þá hafa Deildakeppnisreglurnar verið uppfærðar þar sem m.a. er útlistað nánar hverjir mega spila í hvaða deild. Einnig var ákveðið að leyfa einn lánsmann á hverjum leikdegi, til að reyna koma í veg fyrir að leikir séu gefnir.
Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram á Meistaramóti Íslands 25 - 28 apríl 2024.
Allar upplýsingar um mótið og liðin (þegar skráningu er lokið og búið er að setja upp mótið);
Tournamentsoftware.com - Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024 - Organization
Nánari upplýsingar um mótið veitir mótsstjóri og yfirdómari á deildakeppni@badminton.is