top of page
Bikar- / Deildakeppni BSÍ 2025 - 2026

BIKARKEPPNI BSÍ 2025 - 2026 Í ÚRVALSDEILD 2025 - 2026

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi liðakeppni BSÍ í Úrvalsdeild ´25 -´26 í liðakeppni blandaðra liða.  Félög sendi inn lista yfir Úrvalsdeildarleikmenn sína sem taka eiga þátt í liðakeppninni og þjálfarar liðanna munu svo stilla upp í blönduð lið. Stefnt á að hafa einn bikarkeppnisdag (amk til að byrja með) laugardaginn 1. nóv. 2025 hjá TBR í Reykjavík.

Mótsboð og reglur verða send á aðildarfélög í byrjun okt. 2025.

Skráningafrestur er til október 2025, á netfangið deildakeppni@badminton.is 

Allar upplýsingar um mótið og liðin (þegar skráningu er lokið og búið er að setja upp mótið);

Tournamentsoftware.com - Deildakeppni BSÍ 2025 - 2026 og á heimasíðu BSÍ undir Deildó

DEILDAKEPPNI BSÍ 2025 - 2026

Ákveðið hefur verið að hafa Deildakeppni BSÍ í 1. og 2.deild 2025 - 2026 eins og tímabilið ´24-´25. Stefnt á að hafa 2 - 3 deildakeppnisdaga yfir tímabílið (eftir fjölda liða), fyrst helgina 14 - 16 nóv. 2025 hjá BH Hafnafirði.

Mótsboð og reglur verða send á aðildarfélög í lok sept. - byrjun okt. 2025.

Skráningafrestur er til október 2025, á netfangið deildakeppni@badminton.is 

Hér á heimasíðunni, undir mótaskrár, í mótaskrá út 2025 og drög að mótaskrá 2026 má sjá mögulega Deildakeppnisdaga (fjólublátt).

Deildakeppnisreglurnar eru nánast eins og á síðasta tímabili en þar er m.a. er útlistað hverjir mega spila í hvaða deild. Einnig var ákveðið að leyfa aftur einn lánsmann á hverjum leikdegi, til að reyna koma í veg fyrir að leikir séu gefnir.

 

Allar upplýsingar um mótið og liðin (þegar skráningu er lokið og búið er að setja upp mótið);

Tournamentsoftware.com - Deildakeppni BSÍ 2025 - 2026 og á heimasíðu BSÍ undir Deildó

Nánari upplýsingar um mótin veitir mótsstjóri og yfirdómari á deildakeppni@badminton.is

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page