Kenneth Larsen hefur valið 8 keppendur til að taka þátt fyrir Íslands hönd í nýju verkefni smáþjóða í badminton. Átta þjóðir tóku sig saman og hafa síðustu ár skipulegt liðakeppni smærri Þjóða, þar sem badminton hefur ekki verið meðal íþrótta undan farinn ár á smáþjóðaleikum né eyjaleikum. Fyrsta mótið er haldið í borginni Valletta á Möltu og hefst mótið 3. nóvember næstkomandi.
Leikmenn Ísland eru:
Arna Karen Jóhannsdóttir
Lilja bu
Sigríður Árnadóttir
Una Hrund Örvar
Daníel Jóhannesson
Davíð Bjarni Björnsson
Kristófer Darri Finnsson
Gabríel Ingi Helgason
Spilaðir verða 5 leikir og er Ísland í riðli með Kýpur, Mön(gestaþjóð) og Grænlandi en í hinum rðlinu eru Malta, Færeyjar, Liechtenstein og Gíbraltar. Mónakó þurfti að draga sig úr keppni og er Mön gestaþjóð í þetta skiptið.
Kenneth Larsen landsliðsþjálfari ferðast með liðinu.
Bein útsending er frá mótinu á Youtube hér:
https://www.youtube.com/live/vJnMr5H0WL8?si=B24cRUvmSgsnCAGf
Hæg er að fylgjast með framgangi mótsins hér:
Comentarios