top of page
Search
  • bsí

Kári keppti í Morocco


Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega mótinu í Morocco um helgina. Mótið gefur stig á heimslista. Keppnishöllin var ekki með bestu keppnisaðstæðum því gluggar eru á öllum hliðum hússins, veggirnir eru hvítir og badmintonvellirnir voru merktir á parketið með málningarlímbandi.

Kári keppti í einliðaleik og hóf keppni í forkeppni mótsins. Í henni keppti hann tvo leiki sem hann vann báða. Með því komst hann inn í aðalkeppni mótsins. Þar lék hann gegn Adel Hamek frá Alsír en hann er Afríkumeistari. Kári vann þann leik 21-18 í oddi og spilaði síðan gegn Georges Julien Paul frá Mauritíus en hann er númer 107 á heimslista. Kári tapaði fyrir honum.

Hann var einnig skráður í tvíliðaleik með Ernesto Velazquez frá Spáni en þeir urðu að draga sig úr mótinu eftir að hafa sigrað fyrsta leikinn vegna fótameiðsla hjá Kára en hann var með slæmar blöðrur undir öðrum fætinum.

Kári mun spila á tveimur öðrum alþjóðlegum mótum í desember, í Tyrklandi og á Ítalíu.


49 views0 comments

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page