top of page
Search
  • bsí

Meistaramót BH er um helgina


Meistaramót BH hefst á föstudaginn klukkan 17 í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið er innan mótaraðar Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Til leiks er skráður 91 leikmaður frá fimm félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, TBR og UMFH. Flestir leikmenn koma úr BH eða 44 talsins en næstflestir koma úr TBR eða 34. Spilaðir verða 160 leikir á mótinu.

Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur kl. 17:00 - 22:00

2 - 3 umferðir í einliðaleik í öllum flokkum

Laugardagur kl. 10:00 - 15:30

Einliðaleikur - keppni klárast í öllum flokkum

Sunnudagur kl. 9:00 - 17:30

kl. 9:00 - Tvenndarleikur hefst

kl.12:00 - Tvíliðaleikur hefst

Smellið hér til að nálgast niðurröðun og tímasetningar á Meistaramóti BH.


108 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page