top of page
Search
  • bsí

Íslandsmót unglinga 2018


Íslandsmót unglinga fer fram um næstu helgi, 9.-11.mars, á Akranesi í íþróttahúsinu við Vesturgötu. ÍA heldur mótið í ár í samstarfi við Badmintonsamband Íslands.

Breyting verður á þessu Íslandsmóti miðað við síðustu ár en í ár verður spilað í A- og B flokkum í einliðaleik í öllum aldursflokkum að undanskildum U11 ára ( bara A flokkur). Í flokki U11 verður keppt í öllum greinum líkt og í eldri flokkunum, þ.e einliða- , tvíliða- og tvenndarleik.

Keppendur eru 150 talsins frá 8 félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, TBR, TBS og Samherjum.

BH 48 keppendur TBR 47 keppendur ÍA 18 keppendur TBS 11 keppendur Afturelding 9 keppendur Hamar 9 keppendur KR 6 keppendur Samherjar 2 keppendur

Alls verða 285 leikir spilaðir þessa helgi.

Mótið hefst kl 09:00 á laugardeginum og verður spilað fram að undanúrstlitum í öllum flokkum þann daginn. Áætlað er að keppni ljúki þann dag kl 19:00. Keppni hefst svo aftur á sunnudag kl 09:00 og eru þá undanúrslit og síðan úrslit spiluð í öllum flokkum og er áætluð lok mótsins kl 15:00.

Mótsstjóri er Karitas Eva Jónsdóttir. Aðrir í mótsstjórn verða Brynja Pétursdóttir, Irena Rut Jónsdóttir, Valdimar Þór Guðmundsson og Kjartan Ágúst Valsson

Athugið að tímasetningar geta breyst og verður mótið keyrt áfram eins og hægt er.

Prúðasta liðið fær bikar í lok mótsins.

ÍA ætlar að halda stórskemmtilegt happdrætti á meðan mótinu stendur. Happdrættið er til styrktar starfinu hjá badmintondeild ÍA. Fer það þannig fram að hægt er að kaupa miða á 500 kr og fer viðkomandi þá í pott (setja þarf nafn og símanúmer). Í lok mótsins verður svo dregið úr seldum miðum og haft verður samband við vinningshafa verði þeir ekki á staðnum.

Við vekjum athygli á að Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði. Það er stranglega bannað að koma með hnetur og allt sem inniheldur hnetur inn í húsið, einnig er stranglega bannað að koma með harðfisk.Hnetur geta leynst í orkustykkjum, kornstöngum (s.s. corny, kellogs, ofl.), kexi, hnetusmjöri, nutella, honeynut cheerios og sælgæti.

Hér er hægt að sjá niðurröðun og tímasetningar.


210 views0 comments
bottom of page