top of page
Search
  • bsí

Valið í Sumarskóla Evrópu


Landsliðsþjálfararnir Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson hafa valið hópinn sem fer í Sumarskóla Badminton Europe.

Skólinn er árlegt verkefni á vegum Badminton Europe og fer að þessu sinni fram í Podcetrtek í Slóveníu dagana 7. - 14. júlí næstkomandi. Þetta er í 37. skipti sem skólinn er haldinn.

Hópinn skipa :

Anna Alexandra Petersen TBR Karolina Prus BH Katrín Vala Einarsdóttir BH Sigurður Patrik Fjalarsson TBR Stefán Árni Arnarsson TBR Tómas Sigurðsson TBR

Þjálfaranámskeið er haldið á sama tíma á vegum BE. Pontus Rydström, þjálfari ÍA fer sem fararstjóri íslenska hópsins og er einnig þátttakandi á þjálfaranámskeiðinu. 26 þjálfarar taka þátt í þjálfaranámskeiðinu og þeir koma frá 18 löndum.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.


71 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page