Badmintondeild Aftureldingar auglýsir stöðu þjálfara fyrir U9 hóp, lausa til umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn að vinna með 6-8 ára krökkum og kenna undirstöðuatriði í badminton. Um er að ræða 1 klst á fimmtudögum frá kl 17:00 - 18:00 og 1 klst á sunnudögum frá 10:30 – 11:30
Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að bera góða hæfni í samskiptum og eigi auðvelt með að vinna með börnum. Kostur ef hann hefur áður komið að þjálfun.
Alla upplýsingar veitir Þorvaldur Einarsson í síma 691-5469 og á netfanginu badminton@afturelding.is
تعليقات