Barna- og unglinameistaramót TBR 2026, 31.jan.-1.feb.
- laufey2
- 2 days ago
- 1 min read
Barna- og unglingameistaramót TBR 2026 verður haldið um helgina 31. janúar - 1. febrúar, í TBR húsum, Reykjavík.
Mótið hefst kl. 09:00 báða dagana.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum;
U13: Hnokkar - tátur; fædd 2013 og síðar
U15: Sveinar - Meyjar; fædd 2012 og 2011
U17: Drengir - Telpur; fædd 2010 og 2009
U19: Piltar - Stúlkur; fædd 2008 og 2007
Ætlast er til að allir keppi í sínum aldursflokki.
Þeir sem tapa fyrsta leik í einliðaleik í U13 og U15 fara í aukaflokk.
Keppt er í riðlum í einliðaleik í U17 og U19; U17 og U19 spila saman
Tvíliða- og tvenndarleikur er spilaður í útsláttarkeppni.
Hópur Færeyinga tekur þátt í mótinu.
Mótsgjöld:
Einliðaleikur 3.500 kr.
Tvíliða- og tvenndarleikur 2.750 kr.
Skráningu lýkur sunnudaginn 25. janúar 2026 á tbr@tbr.is
Upplýsingar um mótið gefur Ástþór M. Þórhallsson
framkvæmdastjóri TBR












Comments