Dagur 3 - Hörkuspennandi keppni á RSL Iceland International í dag
- Margrét Nilsdóttir
- 20 hours ago
- 1 min read
Updated: 11 hours ago
Skemmtilegur keppnisdagur er að baki á mótinu í dag, þar sem margir hörkuspennandi leikir fóru fram í 16 liða og 8 liða úrslitum mótsins.
Íslensku keppendurnir kepptu í hörku leikjum í dag og sýndu mikla baráttu en féllu úr keppni í 16 liða úrslitum mótsins gegn sterkum andstæðingum.
Undanúrslit mótsins hefjast í fyrramálið, sunnudaginn 25. janúar kl. 09:00.
Úrslit mótsins fara svo fram síðar um daginn og hefjast kl. 15:00.
Öll hjartanlega velkomin í TBR að fylgjast með sannkallaðri badmintonveislu á morgun.
Bein útsending: https://www.youtube.com/@badmintoniceland4696/featured












Comments