Drífa Harðardóttir er þrefaldur heimsmeistari öldunga í Badminton
- bsí
- 18 hours ago
- 1 min read
BWF World Senior Championships 2025 fór fram í Pattayja Tælandi dagana 7.-14. september 2025. Drífa Harðardóttir ÍA var eini keppanda Íslands í þetta sinn og gerði hún sér lítið fyrir og varð þrefaldur heimsmeistari.

Í einliðaleik í +45 ára sigraði hún Dominiku Guzik-Pluchowska frá Póllandi 11-21, 22-20 og 21-16.
Í tvíliðaleik í +40 ára spilaði hún með Gry Uhrenholt Hermansen frá Danmörku og sigrðuðu þær par frá Rúmeníu 21-15 og 22-20.
Í tvendarleik +45 ára spilaði hún með Gregers Schytt frá Danmörku en þau sigruðu par frá Japan 21-18 og 21-18.
Þettta er frábær árangur hjá Drífu en hún er einnig þrefladur evrópumeistari í badminton. Drífa Harðardóttir hefur átt farsælan feril bæði á Íslandi og í Danmörku þar sem hún dvelur. Við óskum henni innilega til hamingu með afrekið.




Comments