Endurmenntunarnámskeið fyrir íþróttakennara
- bsí
- 3 days ago
- 1 min read
Badmintonsambandið stendur fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir íþróttakennara dagana 21. og 22. ágúst n.k.
Áherslur námskeiðsins er badminton fyrir yngsta stig grunnskóla (1.-4.bekk).
Kennari námskeiðins er Anna Margrét, íþróttafræðingur og yfirjálfari badmintondeildar Aftureldingar.
Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningarhlekk má finna hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe4jdKD59AWrGjR_6qCd5b7LMvmW5GBWMU_KnCOsG_tfdiEpA/viewform

Endurmenntunarnámskeið haldin tvisvar sinnum á ári
Markmiðið er að halda endurmenntunarnámskeið fyrir íþróttakennara tvisvar sinnum á ári. Námskeiðin skiptast upp og verða með eftirfarandi áherslum,
- yngsta stig grunnskóla
- mið- og elsta stig grunnskóla
- framhaldsskólar
Markmiðin með þessum námskeiðum er að efla færni íþróttakennara í badmintonkennslu á öllum skólastigum með áherslu á fjölbreytta og aðgengilega kennslu í grunnatriðum íþróttarinnar – fyrir grunnskóla og framhaldsskóla.
Ávinningur BSÍ
· Eflir badmintonkennslu í grunn- og framhaldsskólum
· Stuðlar að aukinni útbreiðslu badminton sem skólaíþróttar
· Skapar sterkari tengingu við íþróttakennara – mikilvægt tengslanet
· Vinnur að langtímamarkmiðum BSÍ um fjölgun iðkenda og aukna vitund badmintoníþróttarinnar