top of page
Search
  • bsí

Helgi Jóhannesson nýr landsliðsþjálfari




Helgi Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðþjálfari Íslands í badminton. Hann tekur við starfinu af Tinnu Helgadóttur og mun Helgi hefja störf 1. september næstkomandi.

Helgi hefur lokið BWF / BEC Level 1 þjálfaramenntun auk þess sem hann hefur sótt námskeið í Danmörku á sviði afreksþjálfunar.


Helgi starfaði sem unglingalandsliðsþjálfari á tímabilinu 2014 - 2015 og sem aðstoðarlandsliðsþjálfari á tímabilinu 2015 - 2016.


Þá hefur Helgi verið í Afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambandsins síðustu ár og unnið þar mikið og gott starf. Einnig hefur Helgi verið í stjórn sambandsins síðustu fjögur ár en mun nú fara úr stjórn til þess að taka við starfi landsliðsþjálfara.

Helgi á að baki farsælan feril sem leikmaður en hann lék 67 A-landsleiki fyrir Ísland. Helgi er sautjánfaldur Íslandsmeistari í badminton :

- Fimm sinnum í einliðaleik

- Tíu sinnum í tvíilðaleik

- Tvisvar sinnum í tvenndarleik


"Þetta er krefjandi en jafnframt spennandi og skemmtilegt verkefni. Ég er að taka við góðu búi frá Tinnu Helgadóttur og er það nú hlutverk mitt að halda því starfi áfram og jafnframt byggja ofan á það. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á landsliðsstarfinu í kjölfar aukins fjármagns úr Afrekssjóði ÍSÍ sem hefur nýst landsliðs- og afreksstarfi sambandsins mjög vel. Við erum að sjá að okkar bestu leikmenn eru farnir að fara meira út að keppa auk þess sem ungir leikmenn eru einnig farnir að fara meira erlendis til þess að taka þátt í alþjóðlegum mótum sem er gríðarlega mikilvægt til þess að öðlast reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og tel framtíðina bjarta í íslensku badmintoni. "


Badmintonsamband Íslands býður Helga velkominn til starfa sem landsliðsþjálfari og hlakkar til samstarfsins.


496 views0 comments

Comments


bottom of page