Search
  • bsí

Kári úr leik í Bandaríkjunum
Kári Gunnarsson tók þátt í 2019 Yonex/K&D Graphics International Challenge mótinu sem fram fór í Orange County í Bandaríkjunum. Mótið gefur stig á heimslistann og var þetta síðasta mótið sem Kári keppir í á þessu ári.

Kári mætti í fyrstu umferð mótsins Riki Takei frá Japan en Riki vann sig inn í mótið úr forkeppninni. Riki Takei er sem stendur í 675.sæti heimslistans en hann er ungur að árum en hann er fæddur árið 2003. Riki vann fyrri lotuna 21-16 og þá seinni 21-19. Seinni lotan var gríðarlega jöfn þar sem jafnt var á öllum stigum til 15-15 en þá náði Riki tveggja stiga forskoti og hélt því út lotuna. Kári er sem stendur í 146.sæti heimslistans í einliðaleik karla en nýr listi kemur út í næstu viku. Nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.

65 views0 comments

Recent Posts

See All

TBR Opið 2021 fór fram um helgina

Júlíana og Daníel sigruðu í einliðaleik á TBR-opið 2021! TBR Opið, fór fram um helgina. Keppt var í öllum greinum í Úrvalsdeild, 1- deild og 2-deild. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla e