top of page
Search
  • bsí

Kári komst í átta manna úrslit í Íran




Kári Gunnarsson er nú staddur í Íran þar sem hann var að taka þátt í The 29th Fajr Badminton International Challenge 2020 en mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Í aðdraganda mótsins tók BWF þó þá ákvörðun að mótið myndi ekki telja til Ólympíulistans vegna ástandsins í Íran.


Kári spilaði í 64 manna úrslitum gegn Mohsen Masoumitabarzanjani frá Íran þar sem Kári vann auðveldlega 21-7 og 21-10. Í 32 manna úrslitum átti Kári að spila gegn Howard Shu frá Bandaríkjunum en fékk þann leik gefinn. Í 16 manna úrslitum spilaði Kári gegn Saleh Sangtarash frá Íran. Kári tapaði fyrstu lotunni 23-25 en vann seinni lotuna 21-12. Í oddalotunni vann svo Kári 21-17. Í 8 manna úrslitum mætti Kári Chirag Sen frá Íran en honum var raðað nr.7 inn í mótið. Chirag er í 121. sæti heimslistans en Kári í 144.sæti. Fór svo að Chirag vann leikinn 21-14 og 21-8.

Nánari úrslit frá mótinu má finna hér. Næsta mót Kára verður á Spáni þar sem hann tekur þátt forkpenninni í einliðaleik karla í Barcelona Spain Masters 2020.

26 views0 comments

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page