top of page
Search

Landsliðsþjálfarar BSÍ láta af störfum

  • bsí
  • 4 days ago
  • 1 min read

Kenneth Larsen hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Badmintonsambands Íslands (BSÍ) að eigin ósk.


Kenneth hóf störf sem landsliðsþjálfari í janúar 2023 og hefur einnig leitt þjálfaramenntun BSÍ. Undir hans leiðsögn hafa sex þjálfarar lokið þjálfaranámskeiði.


BSÍ er afar þakklátt Kenneth fyrir hans störf fyrir sambandið og þann innblástur og metnað sem hann hefur komið með inn í badmintonhreyfinguna á Íslandi. 


Kjartan Ágúst Valsson aðstoðarlandsliðsþjálfari BSÍ hefur einnig sagt starfi sínu lausu og þakkar BSÍ Kjartani kærlega fyrir vel unnin störf.


BSÍ óskar þeim báðum velfarnaðar á nýjum vettvangi. 


Leit að nýjum landsliðsþjálfara mun hefjast von bráðar.


ree

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page