top of page
Search
  • laufey2

MEISTARAMÓT ÍSLANDS 2024, 25-27 APRÍL.

Meistaramót Íslands verður haldið  dagana  25.  – 27. apríl 2024. Mótið verður haldið í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu, í Hafnafirði.      

 

Keppt verður í öllum greinum í eftirfarandi flokkum: Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.

 

Drög að dagskrá:

Fimmtudagur 25. apríl (Sumardagurinn fyrsti) – frá kl. 9/10.

Föstudagur 26. apríl – frá kl. 16/17.

Laugardagur 27. apríl - Úrslit hefjast kl. 9 og mótið klárast þann dag.  

Tímasetningar eru að sjálfsögðu háðar fjölda skráninga.

 

Þátttökugjöld eru:

 5.000 krónur í einliðaleik

 4.000 krónur í tvíliða- og tvenndarleik


Þátttöku skal tilkynna til BSÍ á bsi@badminton.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 16. apríl 2024 og því er best fyrir félög að hafa síðasta skráningardag hjá sér föstudaginn  12. apríl.  Til að framkvæmd og skipulag mótsins verði sem best er mikilvægt að allir virði þennan skráningarfrest. Athugið að nota Excel skráningarskjal/styrkleikalista BSÍ, dagsett 18. mars 2024 og skrá fullt nafn keppenda og kennitölu ef bæta þarf við nýjum í leikmannaskrána.

 

Stefnt er að því að vera með beina útsendingu frá mótinu á Youtube.

 

Glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið

27. apríl. Allir badmintonunnendur eru hvattir til að taka kvöldið frá.

 

Mótsstjóri er Kristján Daníelsson.

Yfirdómari er Laufey Sigurðardóttir.

 

Með von um góða þátttöku - Stjórn BSÍ

 

Upplýsingar um mótið veitir

Laufey Sigurðardóttir

gsm. 867-6122


56 views0 comments

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page