MINNUM Á BARNA- OG UNGLINGAMEISTARAMÓT TBR 2025, 1-2. FEBRÚAR
- laufey2
- Jan 28
- 1 min read
Barna- og Unglingameistaramót TBR 2025 verður haldið 1. og 2. febrúar, í TBR húsinu, Reykjavík.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
• Hnokkar / tátur U-13 ára fædd 2012 og síðar
• Sveinar / meyjar U-15 ára fædd 2011 og 2011
• Drengir / telpur U-17 ára fædd 2008 og 2009
• Piltar / stúlkur U-19 ára fædd 2006 og 2007
Ætlast er til að allir keppi í sínum aldursflokki.
Þeir sem tapa fyrsta leik í einliðaleik U-13 og U-15 fara í aukaflokk.
Keppt er í riðlum í einliðaleik U-17 og U-19. U17 og U19 telpna og stúlkna eru saman í flokki.
Hópur Færeyinga tekur þátt í mótinu.
Mótsgjöld:
Einliðaleikur 3.000kr
Tvíliða- og tvenndarleikur 2.500k
Tímasetning mótsins verður birt í síðasta lagi fimmtudaginn 30. janúar

Comments