top of page
Search
  • bsí

Nýjar mótareglur samþykktar


Stjórn Badmintonsambands Íslands ákvað á fundi sínum þann 8.júlí 2021 að samþykkja tillögu mótanefndar að nýjum mótareglum fyrir sambandið. Eiga þessar mótareglur við um alla badmintonkeppendur og taka þær gildi nú þegar nýtt keppnistímabil hefst í haust.

Mikil og góð vinna hefur verið lögð í nýju mótareglurnar og er von stjórnar BSÍ að ánægja og sátt muni ríkja um þær. Nú á næstu vikum mun starfsfólk BSÍ vinna að því að uppfæra allt á heimasíðu sambandsins í tengslum við nýju reglurnar.

Þá má vekja athygli á því að mótanefnd mun koma saman í ágúst og ákvarða um þau mál sem þarf, t.d fjölda leikmanna í deildir og annað.

Nýjar mótareglur má finna hér á heimasíðu Badmintonsambandsins > https://www.badminton.is/motareglur auk þess sem það má finna uppfærðan styrkleikalista (8. Júlí 2021) en styrkleikalisti tímabilsins 2020-2021 hefur verið heimfærður í nýja kerfið > https://www.badminton.is/styrkleikalisti.

195 views0 comments

Comments


bottom of page