top of page
Search

Nordic Camp endurvakið í Noregi

  • bsí
  • 14 minutes ago
  • 1 min read

Nordic Camp æfingabúðirnar eru nú í fullu fjöri í Noregi þessa dagana. Æfingabúðirnar hófust þriðjudaginn 1.júlí og lýkur þeim laugardaginn 5.júlí. Badmintonsambönd Norðurlandanna voru um árabil að halda þessar æfingabúðir árlega en síðan 2018 hefur verið hlé þar á. Á síðasta formannafundi Norðurlandanna var ákveðið að endurvekja þessar æfingabúðir og bjóða fleiri löndum að vera með. Í ár eru 4 lönd sem sendu fulltrúa í þetta verkefni en það eru Noregur, Ísland, Lettland og Eistland. Hvert land sendi 6 þátttakendur úr aldursflokknum U17. Eftirtaldir leikmenn voru valdir að þessu sinni : Angela Líf Kuforji BH Emma Katrín Helgadóttir Tindastóll Katla Sól Arnarsdóttir BH Erik Valur Kjartansson BH Lúðvík Kemp BH Sebastían Amor Óskarsson TBS Laufey Sigurðardóttir er fararstjóri með hópnum. Íslenski hópurinn lék vináttulandsleik við Lettland mánudaginn 30.júní þar sem Lettland hafði betur.


Þjálfarar í æfingabúðunum eru þau Sonja Wåland og Carl Christian Mork.

  • Sonja er landsliðsþjálfari Noregs ásamt því að þjálfa Helle Sofie sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra árið 2024. Sonja sér einnig um hæfileikamótun norðmanna.

  • Carl Christian er fyrrum landsliðsmaður Noregs. Hann er nú yfirþjálfari hjá Haugerud IF ásamt því að sjá um allt skipulag fyrir norska sambandið í kringum leikmenn norksa landsliðsins.


Hægt er að sjá myndir frá æfingabúðunum á Instagram reikningi Badmintonsambandsins.

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page