North Atlantic Camp fór fram dagana 23.-29. júní
- bsí
- 3 days ago
- 1 min read

Dagana 23. - 29. júní fóru fram æfingabúðirnar North Atlantic Camp (NAC) sem er samstarfsverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands. Í ár voru æfingabúðirnar haldnar hér á Akranesi. Badmintondeild ÍA tók að sér að sjá um allt utanumhald í kringum æfingabúðirnar og þökkum við þeim virkilega vel fyrir.
12 íslenskir leikmenn úr U17 og U15 voru valdir til að taka þátt í búðunum.
Pontus Rydström var þjálfari búðanna og sá um allar æfingar. Hann náði vel til allra og stóð sig mjög vel. Pontus kemur frá Svíþjóð og er að þjálfa í Malmö Badmintonklub. Pontus var áður þjálfari ÍA fyrir nokkrum árum og þekkir því vel til hér á Íslandi.
Kjartan Valsson aðstoðarlandsliðsþjálfari kom einnig sem gestaþjálfari.

Dagskrá æfingabúðanna var mjög fjölbreytt þar sem mikil áhersla var lögð á tækni, fótaburð og taktík. Spilaðir voru margir leikir og haldnar ýmsar keppnir. Þá voru haldnir tveir fundir þar sem farið var yfir myndgreiningar (video analyzis) en einnig var farið í sundferðir og dagsgöngu á Grábrók (Paradísarlaut).

Æfingabúðirnar heppnuðust mjög vel og mikil ánægja hjá öllum. Íslenski hópurinn stóð sig vel og var til mikillar fyrirmyndar.
Eftirtaldir leikmenn tóku þátt í þessu verkefni :
Anna Bryndís Andrésdóttir UMFA
Ástþór Gauti Þorvaldsson TBR
Emil Víkingur Friðriksson TBR
Eva Ström UMFA
Hákon Kemp BH
Hilmar Karla Kristjánsson BH
Laufey Lára Haraldsdóttir BH
Lilja Dóróthea Theodórsdóttir TBR
Magnús Bjarki Lárusson TBR
Rebekka Einarsdóttir Hamar
Úlfur Þórhallsson Hamar
Þórdís Edda Pálmadóttir TBR
Comments