top of page
Search

Ísland sigurvegari á Evrópuleikum smáþjóða í badminton 2024

  • annamargret5
  • Nov 6, 2024
  • 1 min read

ree

Evrópuleikar smáþjóða fóru fram í Nicosia, Kýpur 1.-3. nóvember síðast liðinn.

Ísland vann allar viðureignir sína með afgerandi hætti og tryggði sér gullið í úrslitaleiknum gegn Grænlandi.


Ísland var í riðli með Færeyjum og Liechtenstein og hóf keppnina með sterkum sigri á Liechtenstein, 5-0. Í næsta leik mætti Ísland grönnum okkar frá Færeyjum og sigraði 4-1.

Eftir sigur gegn Kýpur í næstu umferð, þar sem lokatölur urðu 3-2 fyrir Íslandi, tryggði liðið sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mættust Ísland og Grænland, og aftur sýndi íslenska liðið yfirburði með sannfærandi sigri, 4-1.


Kenneth Larsen landsliðsþjálfari var að vonum ánægður með frammistöðu liðsins:

So Proud of my fantastic players as we won all our matches - Well done guys"


"Þetta er stór sigur fyrir okkur og mikilvæg reynsla fyrir leikmennina" sagði Kjartan Ágúst Valsson aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir mótið.



ree

Við óskum liðinu innilega til hamingju með árangurinn!

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page