top of page
Search

ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI BH 2025, 21-23.nóv.

  • laufey2
  • 14 minutes ago
  • 2 min read

Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um liðna helgi, 21.-23. nóvember 2025.


Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum. Mjög góð þátttaka var í mótið, alls 99 keppendur frá 6 félögum og mikið um skemmtilega og spennandi leiki.


Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar, keppt á mottum og alþjóðlegt stigakerfi notað.


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.

ree

Í einliðaleik kvenna sigraði Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir varð í öðru sæti.


ree

Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gull og Daníel Jóhannesson og Róbert Þór Henn TBR silfur.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Gerda Voitechovskaja BH og í öðru sæti urðu Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH.


Í tvenndarleik unnu Darri Finnsson TBR og Gerda Voitechovskaja BH gull og Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR silfur.


ree

Úrslit í 1. deild :

Í einliðaleik karla sigraði Lúðvík Kemp BH og og í öðru sæti varð Jón Víðir Heiðarsson BH.


ree

Í tvíliðaleik karla sigruðu Helgi Valur Pálsson og Kári Þórðarson BH og í öðru sæti urðu Jón Sverrir Árnason og Rúnar Gauti Kristjánsson BH.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og Lena Rut Gígja BH gull og Alexandra Ýr Stefánsdóttir og Erla Rós Heiðarsdóttir BH silfur.


Í tvenndarleik sigruðu Stefán Logi Friðriksson og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH og Sigurður Eðvarð Ólafsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH lentu í öðru sæti.


ree

Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Emil Víkingur Friðriksson TBR gull og Fayiz Khan TBR silfur.


ree

Í einliðaleik kvenna sigraði Angela Líf Kuforiji BH og í öðru sæti varð Kamilla Maddý Heimisdóttir TBS.

ree

Í tvíliðaleik karla urðu Birkir Darri Nökkvason og Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH í fyrsta sæti og Ástþór Gauti Þorvaldsson og Magnús Bjarki Lárusson TBR í öðru sæti.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Angela Líf Kuforiji og Snædís Sól Ingimundardóttir BH og í öðru sæti urðu Sunna Karen Ingvarsdóttir og Sunna Brá Stefánsdóttir UMFA .


Í tvenndarleik unnu Erik Valur Kjartansson og Sigrún María Valsdóttir BH gull og Úlfur Þórhallsson og Hrund Guðmundsdóttir Hamar silfur.


ree


Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu BH


 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page