ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI UMFA 2025
- laufey2
- Sep 22, 2025
- 2 min read
MEISTARAMÓT UMFA 2025 fór fram í íþróttamiðstöðinni að Varmá um helgina, 20 - 21 september. Mótið gefur stig á styrkleikalista og er hluti af fullorðinsmótaröð BSÍ.
Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum. Dræm þátttaka var í mótið, aðeins 59 keppendur en mikið um skemmtilega og spennandi leiki.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Eggert Þór Eggertsson TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna sigraði Lilja Bu TBR og Iðunn Jakobsdóttir TBR varð í öðru sæti.
Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gull og Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR silfur.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar BH og í öðru sæti urðu Gerda Voitechovskaja og Katla Sól Arnarsdóttir BH.

Í tvenndarleik unnu Einar Óli Guðbjörnsson og Lilja Bu TBR gull og Daníel Ísak Steinarsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.

Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Brynjar Petersen TBR og og í öðru sæti varð Funi Hrafn Eliasen TBR.
Í einliðaleik kvenna vann Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR gull og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Helgi Valur Pálsson og Hrafn Örlygsson BH og í öðru sæti urðu Davíð Örn Harðarson og Elis Tor Dansson TBR.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Arndís Sævarsdóttir UMFA og Sigrún Marteinsdóttir TBR gull og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Erla Rós Heiðarsdóttir BH silfur.

Í tvenndarleik sigruðu Óðinn Magnússon og Iðunn Jakobsdóttir TBR og Rúnar Gauti Kristjánsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH lentu í öðru sæti.

Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Sebastían Amor Óskarsson TBS gull og Magnús Bjarki Lárusson TBR silfur.
Í einliðaleik kvenna sigraði Rebekka Einarsdóttir Hamar og í öðru sæti varð Kimiasadat Jalalichimeh UMFA.
Í tvíliðaleik karla urðu Ástþór Gauti Þorvaldsson TBR og Stefán Eiríksson UMFA í fyrsta sæti og Árni Magnússon og Viktor Þórir Ström UMFA í öðru sæti.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Anna Bryndís Andrésdóttir og Kimiasadat Jalalichimeh UMFA og í öðru sæti urðu Laufey Lára Haraldsdóttir BH og Rebekka Einarsdóttir Hamar .

Í tvenndarleik unnu Egill Þór Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA gull og Hákon Kemp og Laufey Lára Haraldsdóttir silfur.

Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu Aftureldingar











Comments