top of page
Search

ÚRSLIT Á TBR OPIÐ 2025, 10-11.okt.

  • laufey2
  • 12 minutes ago
  • 2 min read

TBR OPIÐ 2025 fór fram í TBR húsinu um helgina, 11 - 12 október. Mótið gefur stig á styrkleikalista og er hluti af fullorðinsmótaröð BSÍ.


Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í fullorðinsflokkum. Góð þátttaka var í mótið, alls 94 keppendur og mikið um skemmtilega og spennandi leiki.


Helstu úrslit urðu þau að Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR unnu tvöfalt í Úrvalsdeild og Erik Valur Kjartansson og Angela Líf Kuforiji BH unnu þrefalt í 2. deild.


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna sigraði Lilja Bu TBR og Iðunn Jakobsdóttir TBR varð í öðru sæti.


Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gull og Daníel Jóhannesson og Róbert Þór Henn TBR silfur.

ree

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Gerda Voitechovskaja BH og í öðru sæti urðu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir BH.

ree

Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR gull og Kristófer Darri Finnsson TBR og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.

ree

Úrslit í 1. deild :

Í einliðaleik karla sigraði Jónas Orri Egilsson TBR og og í öðru sæti varð Lúðvík Kemp BH.


Í tvíliðaleik karla sigruðu Haukur Stefánsson og Ívar Oddsson TBR og í öðru sæti urðu Hrafn Örlygsson og Jón Sverrir Árnason BH.

ree

Í tvíliðaleik kvenna unnu Emma Katrín Helgadóttir Tindastól og Lena Rut Gígja BH gull og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Erla Rós Heiðarsdóttir BH silfur.

ree


Í tvenndarleik sigruðu Rúnar Gauti Kristjánsson og Katla Sól Arnarsdóttir BH og Hrafn Örlygsson og Erla Rós Heiðarsdóttir BH lentu í öðru sæti.

ree

Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Erik Valur Kjartansson BH gull og Hákon Kemp BH silfur.


Í einliðaleik kvenna sigraði Angela Líf Kuforiji BH og í öðru sæti varð Lilja Dórótea Theodórsdóttir TBR.


Í tvíliðaleik karla urðu Erik Valur Kjartansson og Aron Snær Kjartansson BH í fyrsta sæti og Kristján Hrafn Bergsveinsson og Ólafur Páll Bjarkason UMFA í öðru sæti.

ree

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Angela Líf Kuforiji og Þórdís María Róbertsdóttir BH og í öðru sæti urðu Anna Bryndís Andrésdóttir og Eva Ström UMFA .

ree

Í tvenndarleik unnu Erik Valur Kjartansson og Angela Líf Kuforiji BH gull og Brynjar Petersen og Lilja Dórótea Theodórsdóttir TBR silfur.

ree

Með því að smella hér er hægt að skoða nánar öll úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR

 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page