Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

Í gangi
18. júlí 2016
1 dagar, 9 klukkustundir
25. júlí 2016
15 dagar, 12 klukkustundir
8. ágúst 2016
34 dagar, 10 klukkustundir
27. ágúst 2016
40 dagar, 18 klukkustundir
2. september 2016
17. júlí, 2016 - mg

North Atlantic ćfingabúđirnar hefjast á Akranesi á morgun

North Atlandic Camp æfingabúðirnar hefjast á Akranesi á morgun. Þetta er í áttunda skipti sem búðirnar eru haldnar. Þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Fyrir Íslands hönd taka þátt María Rún Ellertsdóttir ÍA, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Þórður Skúlason TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Baldur Einarsson TBR og Stefán Árni Arnarsson TBR. Meðfram búðunum verður haldið þjálfaranámskeið sem Anna Margrét Guðmundsdóttir BH, Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR taka þátt í. Yfirþjálfarar verða Boxiao Pan U15 landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari Íslands. Stífar æfingar verða alla vikuna en búðirnar standa fram á sunnudag.
16. júlí, 2016 - mg

Sumarskóla Badminton Europe lauk í dag

Sumarskóli Badminton Europe, sem haldinn var í 34. skipti lauk í dag í Slóveníu. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR. Alla vikuna voru stífar æfingar auk þess sem krakkarnir gerðu eitthvað saman. Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe. Boxiao Pan, U15 landsliðsþjálfari Svía, kemur nánast beint úr Sumarskólanum til Íslands en hann lendir á Íslandi annað kvöld. Hann mun vera yfirþjálfari í North Atlandic Camp æfingabúðunum sem hefjast á Akranesi á mánudaginn.
29. júní, 2016 - mg

Ćfingabúđir U11 - U17

Bsdmintonsamband Íslands og TBR bjóða áhugasömum leikmönnum fæddum á árunum 2000 - 2007 að skrá sig í æfingabúðir dagana 25. - 27. júlí næstkomandi. Búðirnar fara fram í TBR fyrrnefnda dagana klukkan 9 - 15. Leikmenn sem eru meðal fjögurra stigahæstu leikmanna í einliðaleik á styrkleikalista unglinga, í sínum árangi, hafa möguleika á að skrá sig. Í boði eru 32 pláss, fjögur á hvern árgang. Í æfingabúðunum verður lögð áhersla á tækniæfingar, fótaburð og líkamlegt atgervi. Þjálfarar verða Tinna Helgadóttir og Jeppe Ludvigsen. Verð: 10.000,-. Skráning fer fram í gegnum netfangið mg@badminton.is 

15. júní, 2016 - mg

Ţjálfaranámskeiđ í ágúst

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði dagana 27. og 28. ágúst næstkomandi í TBR. Námskeiðið er opið öllum og lögð verður áhersla á þjálfun yngri barna, hæfileikamótun og æfingaumhverfi. Kennari á námskeiðinu er Tinna Helgadóttir. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar. Skráning er á bsi@badminton.is

13. júní, 2016 - mg

Gengi íslenska hópsins í Litháen

Stærstur hluti Afrekshóps Badmintonsambandsins tók þátt í Alþjóðlega litháenska mótinu nú um helgina. Mótið hófst á fimmtudaginn og lauk í gær, sunnudag. Mótið hófst á fimmtudaginn með forkeppni í einliðaleik karla en í henni tapaði Eiður Ísak Broddason fyrir Mark Sames frá Litháen. Daníel Jóhannesson tapaði fyrir Louis Ducrot frá Frakklandi. Í einliðaleik kvenna fékk Sigríður Árnadóttir gefinn fyrsta leik í forkeppninni og hún sat því hjá í fyrstu umferð. Hún keppti svo í annarri umferð forkeppninnar gegn Juliette Moinard og tapaði fyrir henni. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnson kepptu í forkeppni tvíliðaleiks karla og töpuðu fyrsta leik gegn Andrei Ivanov og Anton Nazarenko frá Rússlandi. Á föstudaginn hófst svo aðalkeppnin. Þar töpuðu Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir fyrir Dmitrii Riabov og Maria Shegurova frá Rússlandi. Kristófer Darri og Sigríður léku gegn pari frá heimaþjóðinni, Paulius Bertasius og Gabriele Paskeviciute og unnu 21-11 og 21-17. Í annarri umferð töpuðu þau svo fyrir Fabien Delrue og Juliette Moinard frá Frakklandi, eftir oddalotu. Davíð Bjarni og Margrét Jóhannsdóttir unnu Guntis Lavrinovics og Jekaterina Romanova frá Lettlandi 21-13, 18-21 og 21-15. Davíð Bjarni Björnsson fór beint í aðalkeppnina í einliðaleik og mætti í fyrsta leik Adam Mandrek frá Tékkandi en honum var raðað númer þrjú inni í greinina og Davíð Bjarni tapaði fyrir honum. Margrét Jóhannsdóttir fór líka beint inn í aðalkeppnina og lenti í fyrsta leik gegn dönsku stúlkunni Irina Amalie Andersen sem var raðað númer sex inn í greinina og lauk í lægra haldi fyrir henni. Í tvíliðaleik karla mættu Eiður Ísak og Daníel Karolis Eimutaitis og Edgaras Slusnys frá Litháen í fyrst umferð og unnu þá eftir oddalotu 21-14, 18-21 og 21-15. Þeir unnu líka leik sinn í annarri umferð gegn Sturla Flaten Jorgensen og Mattias Xu frá Noregi 21-14 og 22-20. Margrét og Rakel kepptu í tvíliðaleik kvenna við Anastasiya Cherniavskaya og Alesia Zaitsava frá Hvíta-Rússlandi en þeim var raðað númer þrjú inn í greinina. Margrét og Rakel töpuðu í oddalotu. Á laugardeginum spiluðu Eiður Ísak og Daníel í átta liða úrslitum við Martynenko Mykola og Don Sergey frá Úkraínu og töpuðu 12-21 og 11-21. Davíð Bjarni og Margrét töpuðu einnig í átta liða úrslitum fyrir Vladzislav Kushnir og Krestina Silich frá Hvíta- Rússlandi eftir oddalotu. Smellið hér til að sjá fleiri útslit leikja í Alþjóðlega litháenska mótinu.