Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

19 klukkustundir, 15 mínútur
22. oktober 2016
7 dagar, 4 klukkustundir
28. oktober 2016
7 dagar, 18 klukkustundir
29. oktober 2016
11 dagar, 18 klukkustundir
2. nóvember 2016
14 dagar, 4 klukkustundir
4. nóvember 2016
21. oktober, 2016 - mg

Vináttulandsleikur viđ Fćreyjar

Færeyingar taka þátt í Eyjaleikunum á næsta ári og hafa af því tilefni boðið fjórum íslenskum spilurum til Færeyja um helgina til að keppa við landslið þeirra. Þetta er liður í undirbúningi þeirra fyrir leikana. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið fjóra leikmenn til ferðarinnar en það eru Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir BH. Þau fljúga til Færeyja í dag, föstudag, og keppa við Færeyingana í vináttulandsleik á morgun, laugardag. Á föstudagskvöldi og sunnudegi taka þau þátt í móti í Þórshöfn.

16. oktober, 2016 - mg

TBR Opiđ var um helgina

Fjórða mót Dominosmótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Kristófer Darri Finnsson TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Davíð Bjarna Björnsson TBR í úrslitum 21-19 og 21-18. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-13 og 21-19. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininnu. Tvenndarleik í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Egil G. Guðlaugsson ÍA og Erlu Björg Hafsteinsdóttur BH 21-14 og 21-16. Margrét Jóhannsdóttir vann því þrefalt á mótinu. Í A-flokki sigraði Bjarni Þór Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Jón Sigurðsson TBR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-11. Einliðaleik kvenna vann Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH. Hún vann Höllu Maríu Gústafsdóttur BH eftir oddalotu 21-17, 18-21 og 21-13. Tvíliðaleik karla unnu Jón Sigurðsson TBR og Þórhallur Einisson Hamri en þeir unnu í úrslitum Aron Óttarsson og Guðjón Helga Auðunsson TBR 21-12 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri en þær unnu í úrslitum Arndísi Sævarsdóttur og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu 21-15 og 21-16. Tvenndarleikinn unnu Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Þau unnu Jón Sigurðsson og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Elís Þór Dansson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann eftir oddalotu í úrslitaleik Brynjar Má Ellertsson ÍA 15-21, 21-18 og 21-13. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS vann Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu í úrslitaleik í einliðaleik kvenna eftir oddalotu 16-21, 21-14 og 22-20. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Egill Magnússon Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Elletsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS en keppt var í riðli í greininni.
Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opnu.
14. oktober, 2016 - mg

Dregiđ í HM ungmenna í Bilbao á Spáni

Dregið hefur verið í heimsmeistaramót unglinga sem fer fram í Bilbao á Spáni í nóvember. Ísland lenti í þriggja landa riðli D1 með Slóveníu, sem er með röðun fimm til átta, og Bandaríkjunum. Keppt verður í átta riðlum og hver riðill hefur tvo flokka. 54 lönd taka þátt í keppninni en það er mikil fjölgun þátttökulanda frá því í fyrra þegar 40 lönd tóku þátt. Kína er raðað númer eitt, Tælandi númer tvö, Japan og Indónesíu númer þrjú til fjögur og númer fimm til átta eru Pólland, Slóvenía, Malasía og Frakkland. Heimsmeistaramót U19 landsliða fer fram 2. - 6. nóvember og heimsmeistaramót U19 einstaklinga fer fram 8. - 13. nóvember. Fyrir Íslands hönd taka þátt Atli Tómasson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR og Þórunn Eylands TBR. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari fer með hópnum ásamt Atla Jóhannessyni aðstoðarlandsliðsþjálfara.

13. oktober, 2016 - mg

TBR Opiđ er um helgina

TBR Opið verður um helgina en mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands. Alls taka 75 keppendur þátt í mótinu frá sjö félögum; Aftureldingu, BH, ÍA, KR, TBR, UMFS og UMF Þór. Að auki keppir einn erlendur þátttakandi í mótinu, Austin Robert Hunter frá PBC. Keppt verður í útsláttarkeppni í einliðaleik en í riðlum í tvíliða- og tvenndarleik í Meistaraflokki og A-flokki. Í B-flokki er keppt í úrsláttarkeppni í öllum greinum. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu. Mótið hefst klukkan 10 á laugardaginn og fer fram í TBR húsunum við Gnoðavog.

12. oktober, 2016 - mg

Unglingalandsliđsćfing á föstudaginn

Fyrsta unglingalandsliðsæfing vetrarins verður á föstudaginn klukkan 19:20 til 21:00 í TBR. Æfingin verður í höndum Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfinguna: U11-U13: Máni Berg Ellertsson ÍA, Tristan Máni Jóhannsson ÍA, Arnar Svanur Huldarsson BH, Steinar Petersen TBR, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gabriel Ingi Helgason BH, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH, Lilja BU TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U15: Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Stefán Árni Arnarsson TBR, Baldur Einarsson TBR, Katrín Vala Einarsdóttir BH, Karolína Prus KR, Anna Alexandra Petersen TBR, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. U17: Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andri Broddason TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Una Hrund Örvar BH, Halla María Gústafsdóttir BH og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Ef einhver kemst ekki þá er viðkomandi beðinn um að láta Atla vita. Netfang hans er atli@badminton.is Næsta æfing unglingalandsliðs á eftir þessari er föstudaginn 4. nóvember í TBR.