Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

10 dagar, 19 klukkustundir
10. september 2016
11 dagar, 18 klukkustundir
11. september 2016
17 dagar, 19 klukkustundir
17. september 2016
24 dagar, 19 klukkustundir
24. september 2016
31 dagar, 3 klukkustundir
30. september 2016
24. ágúst, 2016 - mg

Þjálfaranámskeiðið um helgina

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði helgina 27. - 28. ágúst. Námskeiðið fer fram í TBR og stendur frá klukkan 10 til 16 báða dagana. Áhersla verður lögð á þjálfun yngri barna, hæfileikamótun og æfingaumhverfi. Kennari á námskeiðinu er Tinna Helgadóttir. Skráning fer fram með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is. Verð 10.000 á mann. Eftirtaldir leikmenn eru beðnir um að mæta á námskeiðið á sunnudaginn frá klukkan 12:30 - 14:00: U13: TBR: Andri Freyr Haraldsson, Árni Þór Orrason, Guðmundur Hermann Lárusson, Gústav Nilsson, Gylfi Huginn Harðarson, Jóhann Daði Valdimarsson, Jón Hrafn Barkarson, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, Magnús Geir Ólafsson, Smári Sigurðsson, Stefán Árni Arnarson, Stefán Eiríksson og Viktor Freyr Viðarsson.

BH:
Árni Dagur Oddsteinsson 
Freyr Víkingur Einarsson 
Gabríel Ingi Helgason 
Guðmundur Adam Gígja
Hákon Daði Gunnarsson
Heimir Yngvi Eiríksson 
Jón Sverrir Árnason
Karen Guðmundsdóttir
Kristian Óskar Sveinbjörnsson 
Lilja Berglind Harðardóttir 
Rakel Rut Kristjánsdóttir 
Stefán Steinar Guðlaugsson 
Steinþór Emil Svavarsson

ÍA:
María Rún Ellertsdóttir 
Sindri Freyr Daníelsson
Tristan Sölvi Jóhannsson

U15:

TBR: 
Andri Broddason 
Baldur Einarsson
Tómas Sigurðsson
Andrea Nilsdóttir 
Anna Alexandra Petersen 
Björk Orradóttir 
Eva Margit Atladóttir
Lív Karlsdóttir

ÍA: 
Brynjar Már Ellertsson 
Davíð Örn Harðarson 
Erika Bjarkadóttir 
Katrín Eva Einarsdóttir

KR: 
Magnús Daði Eyjólfsson 
Karolina Prus
Sigurður Patrik Fjalarsson
Þórarinn Dagur Þórarinsson

Afturelding:
Victor Sindri Smárason

UMF Þór: 
Jakob Unnar Sigurðarson

BH: 
Halla María Gústafsdóttir
Elías Kári Huldarsson 
Katrín Vala Einarsdóttir 
Una Hrund Örvar

UMFS: 
Ingibjörg Rósa Jónsdóttir

 

Leikmenn úr flokkum U9-U11 munu þjálfarar boða innan sinna raða.

20. ágúst, 2016 - mg

Chen Long er Ólympíumeistari í einliðaleik karla

Úrslit í einliðaleik karla fóru fram á Ólympíuleikunum í dag. Lee Chong Wei frá Malasíu og Chen Long frá Kína mættust í þeim leik. Lee Chon Wei hafði fyrir leikinn tvisvar fengið silfur á Ólympíuleikum, í Peking og í London. Chen Long vann einliðaleik á HM síðasta og er ríkjandi heimsmeistari. Long vann báðar loturnar 21-18 og hampar því Ólymíugullinu í fyrsta sinn á meðan Lee fær sitt þriðja silfur. Hinn ungi Viktor Axelsen frá Danmörku spilaði um þriðja sætið gegn Lin Dan, tvöföldum Ólympíumeistara og vann eftir oddalotu 15-21, 21-10 og 21-17. Badmintonkeppni Ólympíuleikanna er þar með lokið í Ríó í Brasilíu. Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.
19. ágúst, 2016 - mg

Spánverjar eru fyrstir Evrópubúa til að eiga ólympíumeistara í einliðaleik kvenna

Carolina Marin frá Spáni vann í dag einliðaleik kvenna á Ólympíuleikunum þegar hún vann Pusarla V. Sindhu frá Indlandi í úrslitum eftir oddalotu 19-21, 21-12 og 21-15. Með því varð Marin fyrsta evrópska konan til að vinna einliðaleik kvenna á Ólympíuleikum. Undanúrslitaleikur Lee Chon Wei frá Malasíu og Lin Dan frá Kína í einliðaleik karla var gríðarlega spennandi. Lin Dan hefur unnið einliðaleik karla á síðastu tveimur Ólympíuleikum og hefði með sigri átt möguleika á þriðja sigrinum, sem er afar óvejulegt. Lee Chon Wei tapaði fyrstu lotu 15-21 og vann þá næstu 21-11. Í oddalotunni var jafnt á öllum stigum þar til Lee tókst að vinna að lokum 22-20 og með því að tryggja sér að komast í sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Hann mun mæta Chen Long frá Kína en hann sló hinn unga Dana Viktor Axelsen 21-14 og 21-15. Úrslit í tvíliðaleik karla fóru einnig fram í dag. Þar mættu V. Shem Goh og Wee Kiong Tan frá Malasíu Fu Haifeng og Zhang Nan frá Kína. Kínverjarnir unnu eftir oddalotu 16-21, 21-11 og 23-21 og urðu með því Ólympíumeistarar í tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.
18. ágúst, 2016 - mg

Þær dönsku hlutu silfur

Í dag var spilað til úrslita í tvíliðaleik kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Kamilla Rytter Juhl og Christinna Pedersen frá Danmörku öttu kappi við Misaki Matsutomo og Ayaka Takahashi frá Japan. Leikurinn fór í odd sem endaði með sigri þeirra japönsku eftir æsispennandi leik 18-21, 21-9 og 21-19. Í þriðja sæti urðu Jung Kyung Eun og Shin Seung Chan frá Kóreu. Frederik krónprins Dana afhenti verðlaunin. Ólympíumeistarar í tvenndarleik eru Tontowi Ahmad og Liliyana Natsir frá Indónesíu eftir að þau sigruðu Liu Ying Goh frá Malasíu í úrslitum 21-14 og 21-12. Í þriðja sæti urðu Zhang Nan og Zhao Yunlei frá Kína. Carolina Marin frá Spáni vann í undanúrslitum í einliðaleik kvenna Li Xeurui frá Kína 21-14 og 21-16. Pusarla V. Sindhu frá Indlandi vann Nozomi Okuhara frá Japan 21-19 og 21-10. Íslandsvinurinn Marin mætir því Pusarla í úrslitum á morgun, föstudag. Úrslit í tvíliðaleik karla fara einnig fram á morgun. Þar mæta V. Shem Goh og Wee Kiong Tan frá Malasíu Fu Haifeng og Zhang Nan frá Kína.
Undanúrslit í einliðaleik karla fara einnig fram á morgun. Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.
17. ágúst, 2016 - mg

Viktor Axelsen er kominn í undanúrslit í einliðaleik

Í dag voru átta manna úrslit spiluð í einliðaleik á Ólympíuleikunum í Ríó. Í einliðaleik karla er Viktor Axelsen frá Danmörku kominn undanúrslit eftir að hafa sigrað Bretann Rajiv Ouseph í tveimur lotum 21-12 og 21-16. Axelsen er einungis 22 ára og leikur hér á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Chen Long frá Kína vann Son Wan Ho frá Kóreu eftir oddalotu 21-11, 18-21 og 21-11. Axelsen mætir Chen í undanúrslitum. Lee Chong Wei vann Chou Tien Chen frá Típet örugglega 21-9 og 21-15 og hann mætir í undanúrslitum Lin Dan sem vann Indverjann Srikanth Kidamdi eftir oddalotu 21-6, 11-21 og 21-18. Carolina Marin frá Spáni vann Sung Ji Hyun frá Kóreu 21-12 og 21-16. Marin mætir í undanúrslitum. Li Xeurui frá Kína sem vann Porntip Buranaprasertsuk frá Tælandi 21-12 og 21-17 í átta manna úrslitum. Nozomi Okuhara sigraði löndu sína Akane Yamaguchi eftir oddalotu 11-21, 21-17 og 21-10 og mætir því í undanúrslitum Pusarla V. Sindhu frá Indlandi. Hún sló úr Wang Yihan frá Kína en henni var raðað númer tvö inn í greinina. Sindhu vann hana 2-20 og 21-19. Undanúrslitin fara fram á morgun, fimmtudag. Úrslit í tvenndarleik fara fram í dag, miðvikudag en þar mætast Tontowi Ahmad og Liliyana Natsir frá Indónesíu og Peng Soon Chan og Liu Ying Goh frá Malasíu. Indónesíska parinu var raðað númer þrjú inn í greinina en parinu frá Malasíu var ekki raðað. Í átta liða úrslitum kepptu einungis þrjú röðuð pör, númer eitt, tvö og þrjú. Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.