Styrktaraðilar BSÍ

Næstu viðburðir

Í gangi
27. maí 2016
25 dagar, 8 klukkustundir
22. júní 2016
42 dagar, 16 klukkustundir
9. júlí 2016
51 dagar, 8 klukkustundir
18. júlí 2016
72 dagar, 10 klukkustundir
8. ágúst 2016
19. maí, 2016 - mg

Tinna velur hópinn í North Atlantic Camp

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari Badmintonsambandsins hefur valið hópinn sem fer í North Atlantic æfingabúðirnar sem að þessu sinni eru haldnar á Íslandi. Búðirnarverða dagana 18. - 24. júlí á Akranesi en afrekskrakkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í aldurshópum U13-U17 voru valdir til þátttöku. North Atlantic Camp eru nú haldnar í áttunda sinn. Íslenska hópinn skipa María Rún Ellertsdóttir ÍA, Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Stefán Árni Arnarsson TBR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Andrea Nilsdóttir TBR, Þórður Skúlason BH, Halla María Gústafsdóttir BH og Baldur Einarsson TBR. Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað. Íslenskir þjálfarar sem fara á námskeiðið eru Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Þau verða jafnframt liðsstjórar íslenska hópsins. Ef fleiri þjálfarar hafa áhuga á að taka þátt þá er viðkomanda frjálst að hafa samband við Margréti hjá Badmintonsambandinu. Yfirþjálfarar æfingabúðanna verða Boxiao Pan frá Svíþjóð en hann unglingalandsliðsþjálfari Svía fyrir aldurshóp U15 og Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari Íslands.
18. maí, 2016 - mg

Æfingar landsliða verða síðustu helgina í maí

Næstu æfingar fyrir alla landsliðshópa verða síðustu helgina í maí. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari mun hafa yfirumsjón með æfingunum. Æfingarnar fara fram í TBR. Dagskrá er eftirfarandi: Föstudagur 27. maí: 9:00 - 11:00 - Afrekshópur (lyftingar og tækni), 14:00 - 16:00 - Afrekshópur, 17:00 - 19:00 - U9-U13 - afrekshópur hjálpar til. Laugardagur 28. maí: 9:30 - 11:00 - Afrekshópur, 11:00 - 12.30 - U9-U11 - U15 krakkar hjálpa til, 13:00 - 15:30 - U13-U15, 16:00 - 18:00 - Afrekshópur + U17-U19. Sunnudagur 29. maí: 9:30 - 11:00 - Afrekshópur, 11:00 - 12:30 - U9-U11 - afrekshópur hjálpar til, 13:30 - 15:30 - U13-U15, 16:00 - 18:00 - Afrekshópur + U17-U19. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir á æfingar:

U9:

BH:
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir
Rúnar Gauti Kristjánsson
Birkir Darri Nökkvason

U11:

BH:
Arnar Svanur Huldarsson
Brynjar Gauti Pálsson
Jón Vóðir Heiðarsson
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir
Hjördís Elenota L. Tinnudóttir
Ásdís Jósefsdóttir

U13:

TBR:
Andri Freyr Haraldsson
Guðmundur Hermann Lárusson
Gústav Nilsson
Gylfi Huginn Harðarson
Jóhann Daði Valdimarsson
Jón Hrafn Barkarson
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir
Magnús Geir Ólafsson
Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir
Smári Sigurðsson
Stefán Árni Arnarson
Stefán Eiríksson

BH:
Aron Birgir Tryggvason
Árni Dagur Oddsteinsson
Freyr Víkingur Einarsson
Gabríel Ingi Helgason
Guðmundur Adam Gígja
Hákon Daði Gunnarsson
Heimir Yngvi Eiríksson
Jón Sverrir Árnason
Karen Guðmundsdóttir
Kristian Óskar Sveinbjörnsson
Lilja Berglind Harðardóttir
Rakel Rut Kristjánsdóttir
Stefán Steinar Guðlaugsson
Steinþór Emil Svavarsson

ÍA:
María Rún Ellertsdóttir
Sindri Freyr Daníelsson

U15:

TBR:
Andri Broddason
Baldur Einarsson
Tómas Sigurðsson
Andrea Nilsdóttir
Anna Alexandra Petersen
Björk Orradóttir
Eva Margit Atladóttir
Lív Karlsdóttir

BH:
Halla María Gústafsdóttir
Elías Kári Huldarsson
Katrín Vala Einarsdóttir
Una Hrund Örvar

ÍA:
Brynjar Már Ellertsson
Davíð Örn Harðarson
Erika Bjarkadóttir
Katla Kristín Ófeigsdóttir
Katrín Eva Einarsdóttir

KR:
Magnús Daði Eyjólfsson
Karolina Prus
Þórarinn Dagur Þórarinsson

Afturelding:
Victor Sindri Smárason

UMF Þór:
Jakob Unnar Sigurðarson

UMFS:
Ingibjörg Rósa Jónsdóttir

U17-U19:

TBR:
Atli Tómasson
Bjarni Þór Sverrisson
Daníel Ísak Steinarsson
Einar Sverrisson
Eysteinn Högnason
Andrea Nilsdóttir
Þórunn Eylands
Margrét Dís Stefánsdóttir
Margrét Nilsdóttir

ÍA:
Elvar Már Sturlaugsdóttir
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir

BH:
Eyrún Björg Guðjónsdóttir
Róbert Ingi Huldarsson
Sigurður Eðvarð Ólafsson

Samherjar:
Haukur Gylfi Gíslason

9. maí, 2016 - mg

Ársþing BSÍ er að baki

Ársþing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Þetta 48. þing fór í alla staði vel fram og var því stýrt vel og örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá sjö héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Valgeir Magnússon og Þórhallur Einisson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa en Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson og Vignir Sigurðsson sitja áfram í stjórn stað auk Kristjáns Daníelssonar formanns. Nýir í stjórn eru Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, Hrund Guðmundsdóttir og Ívar Oddsson sem öll voru kosin til tveggja ára. Stjórn Badmintonsambands Íslands 2016-2018 skipa því eftirfarandi einstaklingar: Kristján Daníelsson, formaður, Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Hrund Guðmundsdóttir, Ívar Oddsson og Vignir Sigurðsson. Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Dominos veitti verðlaun stigahæstu leikmönnum í Dominosdeildinni í Meistaraflokki á tímabilinu 2014-2015 og 2015-2016. Verðlaunin hlutu fyrir tímabilið 2014-2015: Í einliðaleik kvenna Sara Högnadóttir TBR, í einliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR, í tvíliðaleik kvenna Sara Högnadóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR og Daníel Thomsen TBR og í tvenndarleik Snjólaug Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen. Verðlaunin hlutu fyrir tímabilið 2015-2016: Í einliðaleik kvenna Margrét Jóhannsdóttir TBR, í einliðaleik karla Kári Gunnarsson TBR, í tvíliðaleik kvenna Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR og Davíð Bjarni Björnsson TBR og í tvenndarleik Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen. Tekin voru fyrir málefni sem lágu fyrir þinginu. Lagabreytingartillögur voru samþykktar en ný lög Badmintonsambandsins verða sett á heimasíðu sambandsins þegar þau hafa verið blessuð af ÍSÍ. Afreksstefna fyrir árin 2016 - 2024 var tekin fyrir á þingi og samþykkt. Stefnuna má nálgast með því að smella hér. Badmintonsamband Íslands þakkar fulltrúum allra aðildarfélaga, þjálfurum, dómurum, keppendum og öllum iðkendum íþróttarinnar öllum fyrir samstarfið í vetur.

6. maí, 2016 - mg

Ársþing Badmintonsambandsins er í dag

Í dag, föstudaginn 6. maí, fer ársþing Badmintonsambands Íslands fram í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal. Badmintonþingið fer með æðsta vald í málefnum Badmintonsambands Íslands. Fulltrúar allra héraðssambanda og íþróttabandalaga þar sem stundað er badminton hafa rétt til setu á þinginu. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda badmintons. Þingið hefst klukkan 17 og má reikna með að því ljúki um kl. 19:30. Vinningshafar á Dominosmótaröðinni munu fá afhendar viðurkenningar á þinginu. Smellið hér til að finna dagskrá badmintonþings 2016.
27. apríl, 2016 - mg

Sara og Kári úr leik í Evrópukeppninni

Sara Högnadóttir og Kári Gunnarsson kepptu í Evópukeppni einstaklinga sem fer nú fram í La Roche sur Yon í Frakklandi. Sara mætti Anna Thea Madsen frá Danmörku og tapaði 9-21 og 9-21. Kári fékk fyrsta leik sinn gefinn en hann átti að mæta í fyrstu umferð Þjóðverjanum Dieter Domke. Í annarri umferð mætti hann Brice Leverdez frá Frakklandi en honum er raðað númer sex inn í greinina. Kári tapaði 7-21 og 12-21. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni einstaklinga.