Styrktarađilar BSÍ

Nćstu viđburđir

3 dagar, 3 klukkustundir
25. ágúst 2017
3 dagar, 6 klukkustundir
25. ágúst 2017
3 dagar, 21 klukkustundir
26. ágúst 2017
10 dagar, 3 klukkustundir
1. september 2017
17 dagar, 22 klukkustundir
9. september 2017
16. ágúst, 2017 - mg

Ţjálfaranámskeiđ í ágúst

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari er með þjálfaranámskeið í TBR helgina 26. - 27. ágúst næstkomandi. Námskeiðið fer fram laugardag og sunnudag. Farið verður í þjálfun aldursflokka U9-U15 á laugardeginum. Þá verður lögð áhersla á tækni og fótaburð, hreyfi- og styrktarþjálfun og hvernig við getum mælt hvort við verðum betri. Á sunnudeginum verður farið í þjálfun U17 til þjálfun fullorðinna. Þá verður farið í æfingauppbyggingu, hversu mikið á að fara í æfingar, tækni, fóraburð, hlaup o.s.frv., mismunandi höggæfingar, líkamlega þjálfun fyrir utan badminton og markmiðasetningu og æfingaáætlun. Námskeiðið er, eins og áður sagði, haldið í TBR. Skáning fer fram með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is. Þátttökugjald er kr. 10.000,- á mann.
6. ágúst, 2017 - mg

Nordic Camp hefst á morgun

Nordic Camp æfingabúðirnar hefjast á morgun í Kristiansand í Noregi. Íslensku þátttakendurnir eru: Gústav Nilsson TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Einar Óskarsson Aftureldingu fer á þjálfaranámskeið meðfram búðunum og er jafnframt fararstjóri íslenska hópsins. Búðirnar standa frá mánudegi 7. ágúst til föstudagsins 11. ágúst.
7. júlí, 2017 - mg

Sumarskóli Badminton Europe í ţann mund ađ hefjast

Í morgun flaug íslenski hópurinn, sem tekur þátt í Sumarskóla Badminton Europe, til Slóveníu, með viðkomu í Sviss. Hópinn skipa Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fór sem fararstjóri en hann fer jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið á sama stað. Sumarskólinn er haldinn í 35. skipti og þetta er þriðja árið í röð sem hann er í Podcetrtek í Slóveníu. Þátttakendu eru 46 talsins frá 15 löndum. Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe. Fjallað er um Sumarskólann daglega næstu vikuna á Facebook síðu Badminton Europe.
3. júlí, 2017 - mg

Stađa yfirţjálfara hjá Badmintonfélagi Akraness er laus til umsóknar

Badmintonfélag Akraness auglýsir stöðu yfirþjálfara lausa til umsóknar. Yfirþjálfari sér um æfingar fyrir alla aldurshópa. Mikil uppbygging er hjá félaginu og iðkendur eru flestir í unglingaflokkum. Nánari starfslýsing: Þjálfun og skipulagning æfinga, fylgd og utanumhald á badmintonmótum, bæði unglinga og fullorðinsmótum, samskipti við foreldra, stjórn og aðra þjálfara og þátttaka í uppbyggingu félagsins. Hæfniskröfur: Þjálfaramenntun, reynsla af iðkun og keppni í badminton kostur og íþróttakennaramenntun kostur. Áhugasamir sendi inn upplýsingar og ferilskrá til ia.badmfelag@gmail.com. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 1. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2017. Upplýsingar um starfið veitir Brynja Kolbrún Pétursdóttir formaður BA í síma 617-6318. 

23. júní, 2017 - mg

Mjög jöfn viđureign TBR og Club Sports da Madeira

TBR lék síðasta leik sinn í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða síðdegis í gær. Liðið mætti Club Sports da Madeira frá Spáni. Sigríður Árnadóttir og Kristófer Darri Finnsson unnu tvenndarleik sinn eftir oddalotu 13-21, 21-16, 21-17. 
Margrét Jóhannsdóttir vann einliðaleik sinn einnig eftir oddalotu 21-16, 15-21, 21-13. Daníel Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum 17-21, 16-21. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri léku tvíliðaleik og töpuðu 19-21, 16-21. Sigríður og Margrét töpuðu líka tvíliðaleik sínum 18-21, 18-21. Viðureign þessara tveggja liða var því jöfn og spennandi og hefði getað endað hvernig sem var en að þessu sinni unnu Spánverjarnir 3-2. TBR lenti því í þriðja sæti riðilsins. BC Chambly Oise frá Frakklandi vann riðilinn, spænska liðið varð í öðru sæti og BAD 79 Anderlecht frá Belgíu hafnaði í fjórða sæti. Tvö lið fóru upp úr hverjum riðli.