Hvidovre 2 og Drive 2 mćttust um helgina

Drive 2 og Hvidovre 2 tókust á um helgina í baráttunni um hvaða lið haldast uppi í þriðju deild næsta vetur. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 og Drífa Harðardóttir með Hvidovre 2.

Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Drífa lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn lék Magnús með Lea Elm Jensen gegn Michael Poulsen og Jennifer Andersen. Magnús og Jensen unnu 21-18, 21-16. Tvíliðaleikinn lék hann með Simon Vittov. Þeir mættu Morten Metthiessen og Shaun Ekengren og unnu 21-16, 21-14.

Drífa lék tvenndarleik sinn með Benjamin Hansen gegn Michael Ihde og Tinne Kruse. Drífa og Hansen unnu 21-16, 21-17. Tvíliðaleikinn lék hún með Jennifer Andersen gegn Tinne Kruse og Sofie Tolstrup. Drífa og Andersen lutu í lægra haldi 14-21, 19-21.

Hvidovre 2 vann auk tvenndarleiks Drífu annan einliðaleik kvenna, fyrsta, annan og þriðja einliðaleik karla, fyrsta og þriðja tvíliðaleik karla. Með því endaði leikurinn 7-6 fyrir Hvidovre 2.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureigna Drive 2 og Hvidovre 2.

Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum en eftir þennan næstsíðasta leik er Hvidovre 2 í öðru sæti riðilsins og Drive 2 í því sjötta.

Síðasti leikur liðanna er laugardaginn 25. mars.

Skrifađ 15. mars, 2017
mg