Þriðji Íslandsmeistaratitill Daníels og Margrétar í tvenndarleik

Íslandsmeistararnir í tvenndarleik frá því í fyrra, Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR, mættu Davíð Bjarna Björnssyni TBR og Drífu Harðardóttur ÍA í úrslitum í tvenndarleik. 

Daníel og Margrét unnu þennan titil í greininni í fyrra og árið 2015. Davíð Bjarni og Drífa unnu fyrstu lotuna 24-22 en Daníel og Margrét unnu seinni tvær 21-14, 21-14 og hampa því Íslandsmeistaratitlinum eftirsótta þriðja árið í röð.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2017, Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen TBR 

 

Skrifað 9. apríl, 2017
mg