Íslandsmeistarar í B-flokki

Íslandsmeistari í einliðaleik karla í B-flokki er Andri Broddason TBR en hann vann í úrslitum Tómas Andra Jörgensson ÍA 21-18, 21-16.

Karolina Prus KR er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir sigur í úrslitum á Björk Orradóttur TBR 21-18, 21-19.

Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH en þeir unnu Brynjar Má Ellertsson og Tómas Andra Jörgensson ÍA í úrslitum eftir oddalotu 21-18, 15-21, 21-19 og hömpuðu því titlinum.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna eru Bjarndís Helga Blöndal Hamri og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær unnu í úrslitum Karolinu Prus KR og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-8, 14-21, 21-15.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik eru Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Þau unnu í úrslitum Sigurð Inga Pálsson TBR og Bjarndísi Helgu Blöndal Hamri 21-10, 21-12.

Smellið hér til að sjá úrslit á Meistaramóti Íslands 2017.

Myndir frá Meistaramóti Íslands má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifað 9. apríl, 2017
mg