Stađa yfirţjálfara hjá Badmintonfélagi Akraness er laus til umsóknar

Badmintonfélag Akraness auglýsir stöðu yfirþjálfara lausa til umsóknar. 

Yfirþjálfari sér um æfingar fyrir alla aldurshópa. Mikil uppbygging er hjá félaginu og iðkendur eru flestir í unglingaflokkum.

Nánari starfslýsing:

  •  Þjálfun og skipulagning æfinga
  •  Fylgd og utanumhald á badmintonmótum, bæði unglinga og fullorðinsmótum
  •  Samskipti við foreldra, stjórn og aðra þjálfara
  •  Þátttaka í uppbyggingu félagsins
Hæfniskröfur:
  •  Þjálfaramenntun
  •  Reynsla af iðkun og keppni í badminton kostur
  •  Íþróttakennaramenntun kostur 

Áhugasamir sendi inn upplýsingar og ferilskrá til ia.badmfelag@gmail.com. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 1. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2017.

Upplýsingar um starfið veitir Brynja Kolbrún Pétursdóttir formaður BA í síma 617-6318.

Skrifađ 3. júlí, 2017
mg