Íslandsmót öldunga 2023 fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu, Hafnafirði, dagana 17 og 18 nóvember. Mótið var haldið í samvinnu með Badmintonfélagi Hafnafjarðar.
Alls tóku 47 leikmenn þátt frá 5 félögum, BH, TBR, UMFA, KR og Hamar. Keppt var í 13 greinum og alls voru spilaðir 58 leikir, margir mjög spennandi og skemmtilegir. Á laugardeginum bauð BSÍ uppá súpu og brauð, eins og í fyrra og mældist það mjög vel fyrir. Mikið var spjallað og rætt um hvernig við gætum eflt þetta skemmtilega mót.
Helstu úrslit mótsins voru þau að Magnús Ingi Helgason TBR og Elsa Nielsen TBR urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar öldunga 2023.
Íslandsmeistarar öldunga 2023 og sigurverarar í B flokk urðu;
Í einliðaleik;
Einliðaleikur karla 35 - 44 A
Íslandsmeistari: Magnús Ingi Helgason TBR
Han Van Nguyen KR
Einliðaleikur karla 35 - 44 B
Þorvaldur Einarsson UMFA
Gunnar Geir Pétursson UMFA
Einliðaleikur karla 45 - 54 B
Haukur Þórðarson TBR
Egill Þór Magnússon UMFA
Einliðaleikur kvenna 35 - 44 B
Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA
Erla Rós Heiðarsdóttir BH
Einliðaleikur kvenna 45 - 54 A
Íslandsmeistari: Aðalheiður Pálsdóttir TBR
Sigrún Marteinsdóttir TBR
Í tvíliðaleik:
Tvíliðaleikur karla 35 - 44 A
Íslandsmeistarar: Magnús Ingi Helgason og Davíð Thor Guðmundsson TBR
Jón Sigurðsson og Njörður Ludvigsson TBR
Tvíliðaleikur karla 35 - 44 B
Kári Þórðarson og Svavar Ásgeir Guðmundsson BH
Gunnar Geir Pétursson og Stefán Alfreð Stefánsson UMFA
Tvíliðaleikur karla 55 - 64 B
Egill Þór Magnússon UMFA og Gylfi Óskarsson TBR
Gunnar Þór Gunnarsson og Steinþór Óli Hilmarsson TBR
Tvíliðaleikur kvenna 35 - 44 B
Inga María Ottósdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA
Áslaug Sigurðardóttir og Erla Rós Heiðarsdóttir BH
Tvíliðaleikur kvenna 45 - 54 A
Íslandsmeistarar: Elsa Nielsen TBR og Anna Lilja Sigurðardóttir BH
Hrund Guðmundsdóttir Hamar og Sigrún Marteinsdóttir TBR
Í tvenndarleik;
Tvenndarleikur 35 - 44 A
Íslandsmeistarar: Njörður Ludvigsson og Elsa Nielsen TBR
Einar Óskarsson TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamar
Tvenndarleikur 35 - 44 B
Kári Þórðarson og Erla Rós Heiðarsdóttir BH
Han Van Nguyen og Hang Thi Nguyen KR
Tvenndarleikur 45 - 54 B
Svavar Ásgeir Guðmundsson og Sólveig Ósk Jónsdóttir BH
Guðjón Ingi Guðmundsson og Sigríður Theodóra Eiríksdóttir BH
Hozzászólások