top of page
Search
  • bsí

Reykjavíkurmeistarar barna og unglinga 2017


Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR um helgina. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Einn leikmaður varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í ár, Gústav Nilsson TBR í flokki U15.

Sex einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Steinar Petersen TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Sigurbjörg Árnadóttir TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvenndarleik, Andri Broddason TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik, Einar Sverrisson TBR (U19) í tvílið- og tvenndarleik og Þórunn Eylands TBR (U19) í einliða- og tvenndarleik.

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru:

Í einliðaleik: Elís Þór Dansson TBR (U19) og Halla María Gústafsdóttir BH (U17).

Í tvíliðaleik: Daníel Máni Einarsson TBR (U13), Eiríkur Tumi Briem TBR (U13), Stefán Árni Arnarsson TBR (U15), Hildur Gísladóttir Samherjum (U15), María Rún Ellertsdóttir ÍA (U15), Karolina Prus BH (U17) og Katrín Vala Einarsdóttir BH (U17).

Í tvenndarleik: Brynjar Már Ellertsson ÍA (U17) og Una Hrund Örvar BH (U17).

Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti barna og unglinga 2017 má nálgast með því að smella hér.

Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér


19 views0 comments
bottom of page