top of page
Search
  • bsí

Úrslit TBR Opins


Þriðja mót mótaraðar BSÍ, TBR Opið, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla eftir að hafa lagt Jónas Baldursson TBR í úrslitum 21-10, 21-14. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli og bar Sigríður Árnadóttir TBR sigur úr bítum. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu í úrslitum Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR 21-15, 21-10. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR en í þessari grein var einnig keppt í riðli.

Í A-flokki sigraði Einar Sverrisson í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Aron Óttarsson TBR eftir hörkuleik 23-21, 24-22. Einliðaleik kvenna vann Halla María Gústafsdóttir BH. Hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH eftir oddalotu 20-22, 21-17, 21-11. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR en þeir unnu í úrslitum Ask Mána Stefánsson og Elvar Má Sturlaugsson BH 24-22, 21-17. Tvíliðaleik kvenna í A-flokki unnu Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en þær unnu í úrslitum Önnu Alexöndru Petersen og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR eftir oddalotu 21-11, 17-21, 21-13. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Þau unnu Elís Þór Dansson og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR í úrslitum eftir oddalotu 15-21, 21-12, 24-22.

Keppt var í einliða- og tvíliðaleik karla og tvenndarleik í B-flokki. Gústav Nilsson TBR sigraði í einliðaleik en hann vann í úrslitum Egil Magnússon Aftureldingu 21-14, 21-9. Í tvíliðaleik var keppt í riðli og sigurvegararnir eru Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opnu.greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit frá TBR Opnu.


21 views0 comments
bottom of page