top of page
Search
  • bsí

Drive 2 er enn á toppi riðilsins


Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 en félagið spilar í 3. deild en deildin er spiluð í fjórum átta liða riðlum. Fjórði leikur liðsins var gegn KMB2010 3 á laugardaginn. Lið Drive 2 vann 9-3.

Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt. Tvíliðaleikinn lék hann með Mads Prangsgaard gegn Kasper Madsen og Kristian Færch. Magnús og Prangsgaard töpuðu 17-21, 17-21. Tvenndarleikinn lék Magnús með Anne Beier Pedersen. Þau mættu Kasper Madsen og Karoline Keller Rolsted. Magnús og Pedersen unnu eftir ótrúlega spennandi oddalotu 17-21, 21-17, 30-28.

Drive 2 vann auk viðeigna Magnúsar annan tvenndarleik, alla einliðaleiki karla, annan tvíliðaleik kvenna og annan og þriðja tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðeignarinnar.

Eftir þessa fjórðu umferð þriðju deildar er Drive enn á toppnum. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur Drive 2 er laugardaginn 18. Nóvember gegn SAIF 2.


23 views0 comments
bottom of page