Search
  • bsí

Formannafundur


Formannafundi Badmintonsambandsins var að ljúka rétt í þessu. Fundurinn var vel sóttur frá formönnum, þjálfurum og forsvarsmönnum helstu aðildarfélaga BSÍ.

Á fundinum kynnti Kristján Daníelsson formaður BSÍ nýtt merki sambandsins, en merkið var hannað í tilefni af 50 ára afmæli Badmintonsambandsins. Badmintonsamband Íslands varð 50 ára þann 5. nóvember.

Margrét Gunnarsdóttir kynnti nýja heimasíðu sambandsins en ráðist var í hönnun og gerð nýrrar síðu í tilefni af stórafmælinu.

Þá kynnti Margrét ársreikning sambandsins fyrir árið 2016. Eftir það tóku við kynningar á útbreiðslustarfi BH og Hamars og umræður um útbreiðslu íþróttarinnar.

Við þökkum öllum sem mættu fyrir samveruna og góðan fund.


23 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM