top of page
Search
  • bsí

Formannafundur


Formannafundi Badmintonsambandsins var að ljúka rétt í þessu. Fundurinn var vel sóttur frá formönnum, þjálfurum og forsvarsmönnum helstu aðildarfélaga BSÍ.

Á fundinum kynnti Kristján Daníelsson formaður BSÍ nýtt merki sambandsins, en merkið var hannað í tilefni af 50 ára afmæli Badmintonsambandsins. Badmintonsamband Íslands varð 50 ára þann 5. nóvember.

Margrét Gunnarsdóttir kynnti nýja heimasíðu sambandsins en ráðist var í hönnun og gerð nýrrar síðu í tilefni af stórafmælinu.

Þá kynnti Margrét ársreikning sambandsins fyrir árið 2016. Eftir það tóku við kynningar á útbreiðslustarfi BH og Hamars og umræður um útbreiðslu íþróttarinnar.

Við þökkum öllum sem mættu fyrir samveruna og góðan fund.


25 views0 comments
bottom of page