top of page
Search
  • bsí

EM byrjar á morgun - Kári Gunnarsson á leik gegn Nhat Ngyun


Kári Gunnarsson hefur leik sinn á Evrópumeistaramótinu á morgun. Kári spilar gegn íranum Nhat Ngyun sem er sem stendur í 87.sæti heimslistans.

Leikurinn á morgun leggst vel í Kára sem er búinn að vera æfa mjög stíft síðustu vikur. Heyrðum við í Kára í dag sem hafði þetta að segja :

"Leikurinn á morgun leggst bara vel í mig, ég er búinn að undirbúa mig nokkuð vel. Ég er búinn að vera horfa á talsvert af videoum af Nhat og greina leik hans og veit nokkurn veginn hvað ég ætla að gera á móti honum. Við höfum ekki spilað við hvorn anna áður. Við erum með töluvert líkan leikstíl í okkar spili. Hann er mjög aggresífur í sínu spili og er stöðugt að leita eftir tækifæri til að pressa spilið. Hann byggir spilið mikið í kringum netið og fylgir vel á eftir og verður því leikurinn mjög áhugaverður hjá okkur held ég. Ég er búinn að vera æfa mjög stíft síðustu vikur og búinn að pressa líkamann minn mjög mikið. Ég var á æfingu í dag í höllinni sem gekk bara ágætlega. Ég var að æfa með Pablo Abíen frá Spáni og Misha Zilberman frá Ísrael. Ég fékk sjúkraþjálfarann í morgun til að hjálpa mér að koma mér vel í gang en ég er búinn að vera smá stífur í náranum og gekk það bara vel. Ég hlakka mikið til að komast inn á völlinn á morgun og berjast fyrir Ísland".

Kári á æfingu í dag með Pablo Abíen. Einnig má sjá Carolinu Marin, heimsmeistara í einliðaleik kvenna í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara.

Badminton Europe mun vera með beina útsendingu á netinu þar sem hægt verður að fylgjast með mótinu. Smellið hér til að horfa á mótið.

Hér er hægt að sjá dagskrá leikjanna og í hvað röð þeir verða spilaðir.

Einnig mun Badminton Europe sýna þessa 4 leiki á morgun beint á facebook síðu sinni


92 views0 comments
bottom of page