top of page
Search
  • bsí

Landsliðið valið fyrir forkeppni EM


Forkeppni fyrir Evrópumeistaramót landsliða fer fram dagana 7. - 9. desember 2018. Keppt verður í sjö riðlum og verða þeir spilaðir í Englandi, Moldavíu, Portúgal, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Búlgaríu.

Þau lönd sem vinna sinn riðil hafa þá unnið sér inn þátttökurétt á EM landsliða sem mun fara fram í Danmörku í febrúar. Aðeins danir þurfa ekki að taka þátt í forkeppninni þar sem þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar og fá þar með beint sæti inn í aðalkeppnina.

Ísland spilar í riðli 3 ásamt Portúgal, Hollandi og Sviss.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari, Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari og Jeppe Ludvigsen aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa valið hópinn sem mun taka þátt fyrir Íslands hönd.

Landslið Íslands skipa

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Margrét Jóhannsdóttir TBR

Sigríður Árnadóttir TBR

Davíð Bjarni Björnsson TBR

Kári Gunnarsson TBR

Kristófer Darri Finnsson TBR

Leikir Ísland fara fram á eftirfarandi tímum

7.des kl 19:30 Holland - Ísland

8.des kl 16:00 Ísland - Sviss

9.des kl 10:00 Portúgal - Ísland

Nánari upplýsingar um riðilinn má finna með því að smella hér.


218 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page