Search
  • bsí

Tap gegn sterkum Hollendingum


Íslenska landsliðið lék fyrsta leik sinn í riðli 3 í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða í gærkvöldi. Mætti liðið steku liði Hollendinga sem sitja í 18.sæti heimslistans.

Leiknir voru fimm leikir, einliðaleikur karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna og tvenndarleikur. Fór svo að Hollendingar sigruðu alla leikina nokkðu örugglega.

Í tvenndarleik spiluðu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir gegn Jelle Maas og Alyssu Tirtosentono og fór sá leikur 21 - 7 og 21 - 17 fyrir Jelle og Alyssu.

Kári Gunnarsson lék einliðaleik karla gegn Joran Kweekel þar sem Joran vann 21 - 18 og 21 -10.

Arna Karen Jóhannsdóttir spilaði á móti Gayle Mahulette í einliðaleik kvenna og vann Gayle 21 - 6 og 21 - 7.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finsson gegn þeim Ruben Jille og Jelle Maas. Ruben og Jelle unnu þann leik 21 - 10 og 21 - 11.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu svo Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir geng Deboru Jille og Alyssu Tirtosentono þar sem leiknum lauk með sigir þeirra hollensku 21 - 10 og 21 - 15.

Portúgal og Sviss spiluðu einnig í gærkvöldi þar sem Sviss vann 4 - 1 sigur en Ísland mætir einmitt Sviss í dag kl 16:00.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá leiknum með því að smella hér.

Þá er einnig hægt að skoða öll úrslit leikjanna í riðlinum með því að smella hér.


44 views0 comments

Recent Posts

See All

Áramótaannáll 2020

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Þetta ár hefur verið mjög frábrugðið öðrum árum með tilkomu Covid en mótahald auk æfinga hafa legið niðri stóran

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM