top of page
Search
  • bsí

Úrslit frá Meistaramóti TBR


Meistaramót TBR fór fram nú um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Meistaraflokkur :

Í einliðaleik karla var það Róbert Þór Henn TBR sem vann Jónas Baldursson TBR í úrslitaleiknum 21 - 15 og 21 - 14.

Í einliðaleik kvenna var keppt í einum fjögurra manna riðli. Var það Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR sem vann alla sína leiki og varð þar með sigurvegari í einliðaleik kvenna. Í öðru sæti varð Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en hún vann tvo leiki og tapaði einum.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Eið Ísak Broddasyni TBR / Róberti Þór Henn TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu leikinn 21 - 12 og 21 - 12.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Margrét Jóhannsdóttir TBR / Júlíana Karítas Jóhannsdóttir TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH / Þórunn Eylands Harðardóttir TBR. Unnu Erla og Þórunn öruggan sigur 21 - 16 og 21 - 5.

Í tvenndarleik unnu þau Davíð Bjarna Björnsson TBR / Erla Björg Hafsteinsdóttur BH þau Kristófer Darri Finnsson TBR / Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir oddalotu. 21 - 19, 14 - 21 og 21 - 17.

Davíð Bjarni Björnsson, Erla Björg Hafsteinsdóttir, Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir

A flokkur :

Í einliðaleik karla sigraði Andri Broddason TBR. Hann mætti Einari Sverrissyni TBR og vann öruggan sigur 21 - 14 og 21 - 7.

Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og var spilað í riðli og var það Lilja Bu TBR sem vann alla sína leiki. Í öðru sæti varð Björk Orradóttir TBR en hún vann tvo leiki og tapaði einum.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Haraldur Guðmundsson TBR / Jón Sigurðsson TBR og Andri Broddason TBR / Einar Sverrisson TBR. Voru það Haraldur og Jón sem unnu leikinn 21 - 15 og 21 - 17.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Áslaug Jónsdóttir TBR / Hrund Guðmundsdóttir Hamar og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR / Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Var leikurinn mjög jafn og spennandi en voru það svo Áslaug og Hrund sem unnu eftir oddalotu, 21 - 17 , 18 - 21 og 21 - 14.

Í tvenndarleik mættust Jón Sigurðsson TBR / Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Gústav Nilsson TBR / Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Voru það Jón og Guðrún sem unnu leikinn í tveimur lotum 21 - 14 og 21 - 16.

Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson

B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Gabríel Ingi Helgason BH og Egill Magnússon Aftureldingu. Var það Gabríel sem vann leikinn nokkuð örugglega 21 - 16 og 21 - 8.

Ekki var keppt í einliðaleik kvenna.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Gunnar Örn Ingólfsson TBR / Steinþór Óli Hilmarsson TBR og Gabríel Ingi Helgason BH / Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH til úrslita. Voru það Gunnar og Steinþór sem unnu leikinn 21 - 19 og 21 - 13.

Í tvíliðaleik kvenna var spilað í þriggja liða riðli. Í fyrsta sæti urðu Erla Rós Heiðarsdóttir BH / Sunnar Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en þær unnu báða sína leiki. Í öðru sæti voru Sigríður Theódóra Eiríksdóttir BH / María Kristinsdóttir BH.

Í tvenndarleik léku til úrslita Egill Magnússon Aftureldingu / Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu og Sebastían Vignisson BH / Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu. Voru það Sebastían og Svanfríður sem unnu leikinn 24 - 22 og 21 - 14.

Gunnar Örn Ingólfsson, Steinþór Óli Hilmarsson, Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson

Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.

Einnig er hægt að skoða stöðu á styrkleikalistum sambandsins með því að smella hér.


103 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page