top of page
Search
  • bsí

Iceland International 2019


Iceland International lauk á sunnudag. Mótið var hluti af Reykjavík International Games. Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir gerðu sér lítið fyrir og unnu gull í tvenndarleik á mótinu.

Til leiks voru skráðir 110 leikmenn og þar af 30 íslenskir keppendur. Komu keppendur frá 23 þjóðum.

Í einliðaleik karla sigraði daninn Mikkel Enghoj. Hann mætti Kasper Lehikoinen frá Finnlandi í úrslitaleiknum og vann í tveimur lotum 21 - 19 og 12 - 17.

Í einliðaleik kvenna mættust þær Abigail Holden frá Englandi og Ayla Huser frá Sviss. Ayla var röðuð nr.2 inn í mótið en Abigail nr.3. Var það Ayla sem vann leikinn 16 - 21 , 24 - 22 og 21 - 6.

Í tvíliðaleik kvenna spiluðu Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir til úrslita gegn Abigail Holden og Sian Kelly frá Englandi. Sigríður og Margrét áttu virkilega gott mót og mátti litlu muna í úrslitaleiknum. Abigail og Sian unnu í úrslitaleiknum 23 - 21 og 21 - 18.

Í tvíliðaleik karla mættust í úrslitum Bruno Carvalho og Tomas Nero frá Portúgal og Mads Marum og Mattias Xu frá Noregi. Voru það portúgalarnir sem unnu úrslitaleikinn nokkuð öruggleag 21 - 13 og 21 - 11. Bruno og Tomas höfðu áður mætt tveimur íslenskum pörum í 8 liða úrslitum og svo undanúrslitum. Eiður Ísak og Róbert mættu þeim í 8 liða úrslitum og töpuðu 21 - 15 og 22 - 20. Í undanúrslitum spiluðu svo Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson gegn portúgölum og voru þeir eina parið sem náði að vinna af þeim lotu í mjög jöfnum leik, 16 - 21, 21 - 15 og 21 - 14.

Í tvenndarleik voru það svo Kristófer Darri Finnsson og Margrét Jóhannsdóttir sem mættu enska parinu Ethan Van Leeuwen og Annie Lado. Kristófer og Margrét unnu úrslitaleikinn nokkuð sannfærandi 21 - 13 og 21 - 18. Spiluðu Kristófer og Margrét frábært badminton á mótinu.

Öll nánari úrslit frá mótinu má finna hér.

Hrund Guðmundsdóttir tók mikið af myndum á mótinu sem má finna inn á facebook síðu Badmintonsambandsins eða á flickr síðu þess.


54 views0 comments
bottom of page