top of page
Search

Kári kominn í undanúrslit

  • bsí
  • Aug 23, 2019
  • 1 min read

Kári Gunnarsson spilaði í gær í 8 manna úrslitum í einliðaleik karla á 2019 Carebaco International. Í 8 manna úrslitunum mætti hann Milan Dratva frá Slóveníu. Tapaði Kári fyrstu lotunni 14-21 en vann aðra lotuna 21-12 og þá þriðju 21-14. Munu undanúrslitin fara fram í dag þar sem Kári mætir Timothy Lam frá Bandaríkjunum en hann er í 116.sæti heimslistans í einliðaleik karla og er því von á jöfnum og spennandi leik.

Á hinum vængnum mætast í dag Sam Parsons frá Englandi og Samuel O'Brien Ricketts frá Jamaíku.


 
 
 

Comments


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page